Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 87
DaGNý KRISTJáNSDóTTIR
90
Samkvæmt Laplanche og Pontalis kom það flatt upp á Freud þegar kon-
ur í röðum sálgreinenda, sem fjölgaði hratt á fyrstu áratugum tuttugustu
aldarinnar, byrjuðu að birta niðurstöður sínar um viðfangstengsl stúlku-
barna og ást þeirra og tengsl við móðurina sem þær vildu ekki alltaf yfirgefa
til að skipta um viðfang. Í augum Freuds var Ödipusarflækjan kjarni per-
sónuleikans. Stigin á undan henni voru mikilvæg en fyrst og fremst undir-
bygging. Sú áhersla sem síðar færðist yfir á móður og stúlkubarn og þroska-
ferlið fyrir Ödipusarstigið er afar mikilvæg en þá er oft talað um tvíhliða
samband, jafnvel alveg án föðurins.30
Kóralína truflar vinnu foreldranna eins mikið og hún getur – án árang-
urs. Hún er ekki í uppreisn gegn þeim enda eru þau góðir foreldrar. Kröfu
þeirra um að hún sýni meira sjálfstæði túlkar hún hins vegar sem áhuga-
leysi og höfnun. Hún er að breytast úr barni í fullorðinn, verður að losa
um hin nánu tengsl við móðurina og byggja upp eigin sjálfsmynd. Kóralína
er nýflutt, framundan er nýr skóli, táningsaldurinn og kynþroskaskeiðið. Í
búðarferð mæðgnanna í upphafi sögunnar ætlar móðirin að kaupa skólaföt á
hana, þær verða viðskila og móðirin spyr telpuna hvar í ósköpunum hún hafi
verið. Kóralína svarar: „Geimverur námu mig á brott […]. Þær komu utan
úr geimnum með geislabyssur, en ég lék á þær með því að setja á mig hár-
kollu og hlæja útlenskum hlátri og þannig slapp ég.“ Þessu svarar móðirin
svo: „Já elskan. En ég held þú gætir þurft fleiri spennur, hvað heldur þú?“
(32) Strax eftir þessa búðarferð ákveður Kóralína að rísa gegn banni móður
sinnar og opna þær dyr sem skilja hana frá móðurinni, valdi hennar og vilja.
Hitt heimilið og hið ókennilega
Þegar telpan opnar dyrnar er veggurinn sem þær mæðgur sáu horfinn og
við blasa göng sem ekki voru þar þegar mæðgurnar opnuðu dyrnar saman.
Þau virðast þannig ætluð henni einni. Kóralínu finnst eitthvað kunnuglegt
við þessi göng en hún á ekki í neinum erfiðleikum með að þekkja íbúðina
fyrir enda þeirra því að hún er samhverf heimili hennar, mömmu og pabba í
næstum öllum smáatriðum. Þarna á „hinu heimilinu“ bíða hennar fagnandi
karl og kona sem eru eftirmyndir foreldra hennar, tala eins og þau og líta
eins út nema hvað móðirin er mjög föl, hærri og grennri en hún á að sér að
vera, með lengri fingur og blóðrauðar, beittar neglur. Í augna stað hafa þau
bæði svartar, glansandi tölur.
30 Kóralínu þykir innilega vænt um föður sinn sem er henni mjög góður, en hann er í
útjaðri hinna sálfræðilegu átaka mæðgnanna.