Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 90
KóRaLÍNa OG MæðUR HENNaR
93
bernskunnar sem við treystum að séu vandlega bældar.36 Þessi árátta getur
verið sterkari en sjálft vellíðunarlögmálið og knúið fólk til að breyta þvert
gegn eigin hagsmunum, kallað fram ömurlegar kenndir, illar gjörðir og
villu. Freud lýsir því í grein sinni hvernig hann villist í þoku, gengur í hringi
og kemur alltaf á sama stað og sú lýsing er tekin upp í Kóralínu, að breyttu
breytanda.
Mikilvægasta þrástef sögunnar „Der Sandmann“ er augu. Sandmaður-
inn stelur augum barnanna. Hinn dularfulli sjónglerjasmiður Coppola, sem
stúdentinn kynnist í borginni, hrópar „falleg augu, falleg augu“ á torgum
þar sem hann selur gerviaugu, sjóngler og sjónauka. Þegar brúðan ólympía
liggur lemstruð á jörðinni er hann fljótur að hremma augu hennar svo tóft-
irnar blasa við elskhuganum sem missir vitið.
Niðurstaða Freuds er að hið ókennilega sé ekki ókunnugt, eins og Ernst
Jentsch taldi, heldur kunnugt og komi úr sálardjúpunum eins og þegar menn
lenda í þoku og villast í skóglendi á fjöllum: „hver tilraun til að finna merkta
og kunnuglega slóð endar með því að maður kemur aftur og aftur á einn og
sama staðinn, sem maður þekkir af kennileitum.“37
Leit Kóralínu í sögunni er fyrst sjálfsleit, síðan leit að týndum foreldrum
sínum og sálum barnanna. Sú leit leiðir hana gegnum allt það sem hún ótt-
ast, gegnum holrými og gotnesk leynigöng, hrylling og djúpa kjallara hins
hússins sem tekur stöðugum breytingum. áskoranirnar eru handan við allt
sem hægt er að krefjast af ellefu ára telpu.
Hjálparmenn hetjunnar
Foreldrar Kóralínu eru horfnir og hún vill endurheimta þá og gamla heimil-
ið. Hún vill ekki vera þar ein. Það eru runnar á hana tvær grímur og móður-
skiptin orðin verri kostur en haldið var í fyrstu. Hún hefur líka vingast við
vofur þriggja barna sem eru faldar bak við spegil í hinu húsinu. Þau eru með
töluaugu. Hin móðirin hefur rænt sálum þeirra og falið þær svo að enginn
fyndi, börnin geta því hvorki lifað né dáið.
Kóralína er ekki ein í ráðum í baráttunni við hina móðurina. Eins og í
gömlu ævintýrunum á söguhetjan sér ekki aðeins andstæðinga heldur líka
hjálparmenn. Bæði gamli, galni karlinn sem býr í risinu, herra Bóbó, og
gömlu sirkuslistakonurnar reyna að vara hana við. Bóbó skilar því til hennar
frá „músunum“ að hún eigi ekki að fara gegnum göngin milli heimanna,
36 Sama rit, bls. 216.
37 Sama rit, bls. 215.