Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 94
KóRaLÍNa OG MæðUR HENNaR
97
Hin móðirin
Hver er hin móðirin eða kannski öllu heldur: Hvað er hún? Hún er ekki
mannleg en getur tekið á sig mannsmynd. Hún er ekki dýr þó að hún bryðji
lifandi bjöllur eins og sælgæti og virðist síhungruð. Hún segist elska börn,
en eins og kötturinn segir viturlega, er erfitt að greina á milli þess hvort hún
vill eiga þau eða éta þau því þetta virðist, beint og óbeint, eitt og það sama í
hennar augum. Vivienne Muller segir að hin móðirin í sögu Gaimans sam-
eini flestar þær neikvæðu
[…] erkitýpur og menningarlegu staðalmyndir sem mæðrum hafa
verið eignaðar en femínistar reynt að útrýma, draga í efa eða taka í
notkun í jákvæðri merkingum. Þetta eru hin illa stjúpmóðir, barn-
lausa herfan, móðirin á tímabilinu fyrir ödipusarflækjuna, konan
sem ekki er líffræðileg móðir (stjúpan), ógifta konan, hryllings-
konan og hin volduga Medúsumynd. Slíkar myndir af kvenleik-
anum hafa verið herteknar í sagnalist og gerðar að úrkasti, tengdar
myrkri og mótunarstigi kvenlegrar vitundar og þar með aðskildar
frá þroskuðum kvenleika og tjáningu hins móðurlega.43
Barbara Creed segir að Ödipusarflækja Freuds byggist vissulega á ótta karla
en hann beinist ekki að því að faðirinn geldi þá heldur móðirin/konan.44
ástin til hennar sé hættuleg og bönnuð og ein birtingarmynda þessarar for-
boðnu aðlöðunar sé hryllingskonan (e. monstrous feminine). Creed býr til og
notar hugtakið hryllingskona í stað kvenskrímslis. Með því vill hún undir-
strika að hugtakið sé ekki samhverft við karlskrímsli vegna þess að hrollur-
inn snýst ekki aðeins um kyn skrímslisins heldur enn dýpri ótta sem tengist
kvenlíkamanum og tímgunarhlutverki hans.45 Gamalkunn fantasía um að
konan búi yfir tenntum leggöngum (lat. vagina dentata) er til vitnis um það.
Skaut konunnar er nefnilega upphaf lífs og dauða eða eins og Freud segir í
ritgerðinni „Das Unheimliche“:
Oft kemur fyrir að taugaveiklaðir karlmenn lýsa því yfir, að þeim
finnist eitthvað óhugnanlegt við sköp kvenna. Þessi unheimlich
staður er þó inngangurinn að hinu upphaflega Heim [heimili] allra
43 Vivienne Muller, „Same old ‘Other’ mother’? Neil Gaiman’s Coraline“, Outskirts.
Feminisms Along the Edge, 26: 2012, bls. 1–6, hér bls. 1.
44 Barbara Creed, The Monstrous-Feminine. Film, Feminism, Psychoanalysis, London and
New York: Routledge, 2003, bls.158–160.
45 Sama rit, bls. 2–3 og 52–55.