Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 103
GUðRÚN ELSA BRAGADóTTIR
106
yfir vötnum í gervöllu höfundarverki hans, þótt hann hafi haft lítinn áhuga á
því að fegra kenningar sínar um efnið. Í kenningum Freuds felur upplifunin
af því að elska nefnilega í sér togstreitu, kvalir, óröklegan hugsunarhátt og
sjálfsblekkingu. Hann bendir á að þegar „ástarbrími stendur sem hæst“ verði
mörkin milli okkar og ástarviðfangsins óljós: „Ástfanginn maður getur lýst
því yfir í trássi við skilningarvit sín, að ‚ég‘ og ‚þú‘ séu eitt og verið reiðu-
búinn að hegða sér samkvæmt því.“9 Ást er í þeim skilningi dulvitaður sam-
runi með annarri manneskju. Þetta birtist meðal annars í því að okkur tekst
að beina eigin sjálfsást eða narsisisma að ástarviðfanginu, yfirfærum jafnvel á
það fyrirmyndarsjálf (e. ego ideal) sem við þráum sjálf að uppfylla og eignum
því þar með eiginleika sem það hefur alls ekki.10 Breski sálgreinandinn Adam
Phillips sækir í þessa hugmynd þegar hann líkir ástinni við ferli sem byrjar
með tálvonum, „töfrandi blekkingu,“ en endar með blendnum tilfinningum
í kjölfar þess að við kynnumst ástarviðfanginu betur.11
Freud ber saman að vera ástfanginn og dáleiddur: „Söm er auðmjúk und-
irgefnin, sama auðsveipnin og sama gagnrýnisleysið gagnvart dávaldinum
og þeim sem elskaður er.“12 Því meir sem við upphefjum ástarviðfangið, því
meiri hætta er á því að við fórnum okkur sjálfum fyrir hamingju þess.13 Ekk-
ert gerir okkur berskjaldaðri gagnvart þjáningu en ástin og við erum „aldrei
svo óhamingjusöm í vanmætti okkar og þegar við höfum misst þann sem
við elskum eða ást hans.“14 Þar að auki bendir Freud á að næstum „öll náin
samskipti tveggja, sem vara nokkurn tíma – hjúskapur, vinátta, samskipti for-
eldra og barna – innihalda dreggjar andúðar og fjandskapar, sem fólk verður
ekki vart við sakir bælingar.“15 Þessa andúð má að einhverju leyti rekja til
9 Sigmund Freud, Undir oki siðmenningar, þýðandi Sigurjón Björnsson, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1990, bls. 14–15.
10 Sigmund Freud, „Hópsálfræði og sálgreining sjálfsins“, Ritgerðir, þýðandi Sigurjón
Björnsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 149–235, hér bls.
201.
11 Adam Phillips, On Flirtation, Cambridge: Harvard University Press, 1996, bls. 40.
12 Sigmund Freud, „Hópsálfræði og sálgreining sjálfsins“, bls. 202.
13 Sama heimild, bls. 201.
14 Sigmund Freud, Undir oki siðmenningar, bls. 28.
15 Sigmund Freud, „Hópsálfræði og sálgreining sjálfsins“, bls. 188. Tengsl ástar og
árásargirni verða mun miðlægari í skrifum Melanie Klein en Freuds. Hún fjallar sér-
staklega um vanlíðanina sem fylgir því að elska og hata sama viðfangið, sem ætla má
að Freud vísi til þegar hann segir að andúðin í nánum samskiptum sé bæld; tilfinn-
ingar sem valda sjálfsverunni hugarangri kalla á varnarviðbrögð á borð við bælingu.
Um hugmyndir Klein má lesa í grein minni, „‚Að kjósa að sleppa því.‘ Olíuleit, að-
gerðaleysi og hinsegin möguleikar“, Ritið 1/2016, bls. 9–33.