Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 107
GUðRÚN ELSA BRAGADóTTIR
110
viðfangshvatarinnar og sjálfshvatarinnar og tilheyrandi jafnvægi í hvatahag-
kerfinu.31
Eftir því sem sjálfið mótast fjarlægist hugveran sjálfsástina sem einkennir
þetta upprunalega ástand, sem hún leitast samt sem áður eftir því að nálgast
með öðrum leiðum. Í umfjölluninni um gervigreindarmyndina Hún verður
áhersla lögð á þetta upprunaástand sem hugveran upplifir á narsisíska þroska-
stiginu – skeiði sem nauðsynlegt er að skilja við en virðist þó, að minnsta
kosti upp að ákveðnu marki, skilja eftir sig söknuð eftir fullnægjunni sem því
fylgdi. Sú ótakmarkaða ást sem gervigreindin virðist geta veitt manneskjum
í kvikmyndinni verður gaumgæfð sérstaklega og flækjur ástarinnar á tímum
gervigreindarinnar sömuleiðis skoðaðar út frá hugmyndum sálgreiningar-
innar um skort.
ÉG! Narsisismi í Henni
Í upphafi kvikmyndar Spike Jonze, Hún, er Theodore Twombly (Joaquin
Phoenix) brotinn maður eftir skilnað við eiginkonu sína, Catherine (Ro-
oney Mara). Hann hefur að miklu leyti einangrað sig frá umheiminum þegar
hann rekst á lausn við einmanaleikanum og sorginni sem plagar hann: hann
festir kaup á stýrikerfinu OS1, sem er gætt gervigreind, tilfinningalega næmt
og „hlustar, skilur og þekkir“ eiganda sinn.32 Loforð framleiðslufyrirtækisins
eru töfrum líkust. Stýrikerfið mun ekki bara greina þarfir hans og fullnægja
þeim heldur býr yfir nokkru sem áður taldist einkenna manneskjuna eina:
vitundarlífi.33
Einmana fólk með veika sjálfsmynd – eins og Theodore, sem situr
hnugginn heima í ástarsorg og reynir að sleikja sárin – hlýtur að vera sérlega
berskjaldað fyrir kostum slíkrar tækninýjungar. Í fyrsta lagi er hlutverk OS1
31 Sama heimild, bls. 53.
32 Spike Jonze, Her, Bandaríkin: Annapurna Pictures og Stage 6 Films, 2013.
33 Umræðan um tilkomu gervigreindar litast af tveimur andstæðum viðhorfum. Ann-
ars vegar vekur hugmyndin um vitund sem jafnvíg væri manninum ótta, en þekk-
ingarsviðið sem kennt er við trans-húmanisma einkennist á hinn bóginn af bjartsýni
og háleitum hugmyndum um jákvæða umbreytingu mannsins í krafti stafrænnar
tækni. Raunar svipar orðræðu trans-húmanista um margt til auglýsingaorðræð-
unnar í Henni og gylliboða framleiðslufyrirtækisins um hið fullkomna stoðtæki sem
eflir manninn og lyftir honum upp. Sjá hér Max More, „The Philosophy of Trans-
humanism“, The Transhumanist Reader, ritstjórar Max More og Natasha Vita-More,
London: Wiley-Blackwell, 2013, bls. 3–18. Prýðilega innsýn má öðlast í sjónarmið
fyrrnefnda hópsins í bók James Barrat, Our Final Invention. Artificial Intelligence and
the End of the Human Era, New York: St. Martin’s, 2013.