Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 110
TIL TUNGLSINS OG TIL BAKA
113
áttar sig á því að hún sér eitthvað við hann og að því leytinu er þessi ást
narsisísk; hann er eins og sjálfsánægða (og oftast myndarlega) konan sem
þarf ekki að elska heldur bara að vera elskuð, sem Freud lýsir í „Um narsis-
isma“. Þar skilgreinir hann tvær leiðir til þess að elska, þá narsisísku og þá
sem byggir á viðfangs tengslum, en hann tengir þá fyrrnefndu konum og þá
síðarnefndu körlum. Bæði líffræðilegir og félagslegir þættir spila þar inn í,
til dæmis bendir Freud á að narsisismi kvenna bæti þeim upp þær samfélags-
legu skorður sem þeim eru settar í makavali, líkt og sjálfsánægja þeirra sé
þeim huggun í karlaheimi þangað til þær eignast barn og tekst þá fyrst að
beina ást sinni að viðfangi.38 Á meðan karlar hneigjast til þess að verða háðir
ástinni sinni og setja hana jafnvel á stall, „elska konur [að minnsta kosti þær
sem elska „eins og konur“] einungis sig sjálfar með þeim tilfinningahita sem
einkennir ást karlmanna á þeim.“ 39
38 Þar sem barnið er í raun framlenging á þeim sjálfum er hægara að umbreyta narsis-
ískri ástinni og beina henni að viðfangi: „Jafnvel narsískum konum, sem sýna karl-
mönnum kulda, gefst leið til fullkominnar viðfangsástar. Í barninu, sem þær ala,
standa þær andspænis hluta af eigin líkama líkt og framandi hlut og honum geta
þær – útfrá eigin narsisma – gefið fullkomna viðfangsást.“ Sjá Sigmund Freud, „Um
narsisma“, bls. 41.
39 Sama heimild, bls. 40. Þessi hluti ritgerðarinnar er einn af þeim allra skemmtileg-
ustu, en Freud ræðir í þessu samhengi það aðdráttarafl sem narsisismi annarra hefur
fyrir manneskju sem hefur afneitað eigin narsisisma og er í leit að ástarviðfangi.
Hann tekur börn og ketti sem dæmi um lífverur sem eru sjarmerandi í narsisisma
sínum, áður en hann bendir á að lesendur hrífist af glæpamönnum eins og þeir
birtast okkur í bókmenntum vegna sjálfhverfu þeirra og tilheyrandi skeytingarleysis
um annað fólk. Hann bætir við að það sé eins og við öfundum þá fyrir þá alsælu
sem þeir hljóta að upplifa vegna þess að þeim hefur tekist að halda í hvatalíf sem
snýst einvörðungu um þá sjálfa, hvatalíf sem við höfum löngu þurft að skilja við
með auknum þroska og siðferðisvitund. Hér er um áhugavert innlegg að ræða í
menningarumræðu sem er ekki síst mikilvæg nú, hvort sem viðfangsefnið er Donald
Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, eða þeir ótalmörgu andhetjusjónvarpsþættir sem
Samantha trúir Theodore fyrir draumum sínum á meðan þau eru í göngutúr.
10
og þegar hann þrýstir á hana kemur í ljós að hún skammast sín fyrir að láta sig dreyma
um að ganga við hlið hans í líkama, að klæja og biðja hann um að klóra sér.
Á þessum tímapunkti er stutt í ástarsambandið. Játning Samönthu í
göngutúrnum markar upphaf raunverulegrar nándar þeirra á milli, enda felur hún í sér
tvær mi lvægar staðreyndir. Í fyrsta lagi við rkennir hún skort þegar hún segir frá
löngun sinni eftir líkama. Í öðru lagi felur ósk hennar í sér áhuga á Theodore; hún
upphefur líkama hans, líkama sem hún vill vera nálægt og hún vill að snerti sig.
Theodore bregst við játningunni með því að segja „Það er mun meira í þig spunnið en
ég hélt.“ Þessi viðbrögð gefa vísbendingu um að ást hans á Samönthu kvikni um leið
og hann áttar sig á því að hún sér eit hvað við hann og að því ley inu er þessi ást
narsisísk; hann er eins og sjálfsánægða (og oftast myndarlega) konan sem þarf ekki að
elska heldur bara að vera elskuð, sem Freud lýsir í „Um narsisisma“. Þar skilgreinir
hann tvær leiðir til þess að elska, þá narsisísku og þá sem byggir á viðfangstengslum,
en hann tengir þá fyrrnefndu konum og þá síðarnefndu körlum. Bæði líffræðilegir og
félagslegir þættir spila þar inn í, til dæmis bendir Freud á að narsisismi kvenna bæti
þei upp þær samfélagslegu skorður sem þeim eru settar í makavali, líkt og
sjálfsánægja þeirra sé þeim huggun í karlaheimi þangað til þær eignast barn og tekst þá
fyrst að beina á t sinni að viðfangi.38 Á meðan karlar hneigjast til þess að verða háðir
ástinni sinni og setja hana jafnvel á stall, „elska konur [að minnsta kosti þær sem elska
38 Þar sem barnið er í raun framlenging á þeim sjálfum er hægara að umbreyta narsisískri ástinni og
beina henni að viðfangi: „Jafnvel narsískum konum, sem sýna karlmönnum kulda, gefst leið til
fullkominnar viðfangsástar. Í barninu, sem þær ala, standa þær andspænis hluta af eigin líkama líkt og
framandi hl t og honum geta þær – útfrá eigin narsisma – gefið fullkomna viðfa gsást.“ Sjá Sigmund
Freud, „Um narsis a“, bls. 41.
Commented [GEB1]: Myndatexti: Samantha trúir
Theodore fyrir draumum sínum á meðan þau eru í göngutúr.