Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 126
Steinar Örn Erluson
Mennirnir fljóta út
Ljósmyndun, sálgreining og sorgarúrvinnsla
Í mars 1946 lýsti ríkisstjórn Íslands því yfir að hún hygðist gefa út rit til
minningar um þá Íslendinga sem létust á sjó á árunum 1939–1945. Í tilefni
af því var eftirfarandi bréf sent út til aðstandenda þeirra sem létust:
Ríkisstjórn Íslands (atvinnumálaráðuneytið) hefir í hyggju að láta
gefa út í sumar minningarrit um þá Íslendinga, sem fórust af völd-
um heimsstyrjaldarinnar 1939–1945 eða af ókunnum orsökum. –
Einn hluti minningarrits þessa verður æfiágrip þeirra sem fórust.
Heimilda um æfi þeirra vildum vér afla hjá aðstandendum, svo að
bókin verði sem áreiðanlegust. Fyrir því biðjum vér yður vinsam-
legast að útfylla skýrslu þá, sem bréfi þessu fylgir, og senda hana
síðan hið fyrsta til baka.
Gert er ráð fyrir að birta myndir af öllum, sem farist hafa, og
væri því mjög æskilegt að þér lánuðuð oss mynd af (nafn viðkom-
enda). Myndir munum vér senda aftur.
Ofangreindar upplýsingar (og mynd) þurfa að berast oss í hend-
ur hið allra fyrsta og eigi síðar en 10. maí n. k. – Ef allt gengur eins
og ráð er fyrir gert, er bókarinnar von síðla næsta sumar.1
Minningarritið kom aldrei út en listar yfir þá sem létust, með upplýsingum
um hvenær viðkomandi lést, ásamt lýsingu á aðstæðum og aðdraganda
dauðsfallanna, og æviskrár hinna látnu birtust í þriðja bindi Virkisins í norðri
1 Þorv. Björnsson, „Minnismerki sjómanna“, Sjómannadagsblaðið 1/1948, bls. 28–30,
hér bls. 30.
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (129-140)
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.7
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).