Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 140
TEnGSLaKEnnInG JOHn BOwLBYS
143
ödipusarskeiði Freuds að fyrstu vikum og mánuðum ævinnar. anna Freud
á hinn bóginn varði hugmyndir föður síns og dró í efa að hugarheimur svo
ungra barna væri jafn virkur og Klein hélt fram.8 Þó að þær hafi deilt um
kenningar var ljóst að átökin snerust ekki síður um viðurkenningu og völd.
að mati Bowlbys stóð hvorug kvennanna nægilega traustum fótum
innan vísindanna, kenningar þeirra voru byggðar á innsæi og huglægu mati
fremur en raunvísindalegum athugunum. Hvorug fylgdist með þróun á vís-
indasviðinu eða leitaðist við að endurskoða kenningar Freuds í ljósi niður-
staðna rannsókna. Bowlby var upptekinn af því hve margir sjúklinga hans
höfðu upplifað missi og aðra erfiðleika og var agndofa yfir hversu lítið Klein
gerði úr raunverulegum áföllum.9 Klein fannst Bowlby á hinn bóginn svíkja
grunngildi sálgreiningar og menga hana af atferlisfræði. auk þess var Bowlby
gagnrýndur af kollegum sínum fyrir að þrengja sjónarhorn sitt ótæpilega
með því að einskorða sig við hið sýnilega og mælanlega. Hann tæki ekki
nægjanlegt mið af innri heimi mannsins. Mörgum fannst hann einfeldnis-
legur og kenningar hans óspennandi en steininn tók úr þegar hann fór að
álykta um innviði mannsins út frá rannsóknum á hátterni dýra.10 Sjálfur
sagði Bowlby á efri árum:
Margt af kenningum sálgreiningar gat ég ekki fellt mig við. Ég
var ungur og hrokafullur og ekki tilbúinn til að gleypa við hvaða
kreddum sem var. Sálgreinirinn minn var ekki alls kostar ánægð-
ur með gagnrýna afstöðu mína og kvartaði eitt sinn yfir því að ég
treysti engu og þyrfti sjálfur að hugsa allt frá byrjun. Það var ein-
mitt það sem ég var staðráðinn í að gera.11
Síðar sagði hann:
Á árunum 1936-39 áttaði ég mig smám saman á því að mínar hug-
myndir voru að þróast á allt annan hátt en var viðurkennt í Bresku
8 anna Freud, The Ego and the Mechanisms of Defence, London: The Hogarth Press,
1986.
9 Inge Bretherton, ,,The roots and growing points of attachment theory“, ritstjórar
Colin Murray, Joan Stevenson-Hinde og Peter Marris, Attachment Across the Life
Cycle, London: Routledge, 1995 [1991], bls. 9–32.
10 Jeremy Holmes, Attachment, Intimacy, Autonomy. Using attachment theory in adult
psychotherapy, London: Jason aronson Inc., 1996, bls. 44.
11 John Bowlby, „The role of the psychotherapist’s personal resources in the thera-
peutic situation“, Tavistock Gazette, haust 1991. Vitnað eftir Jeremy Holmes, John
Bowlby and Attachment Theory, London og new York: Routledge, 1993, bls. 132.