Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 141
SæUnn KJaRTanSDÓTTIR
144
sálgreinasamtökunum. Fyrir áhrif Ernest Jones og Melanie Klein
var stefnan sú að sálgreinir ætti eingöngu að einbeita sér að hugar-
heimi sjúklingsins. Með því að gefa raunverulegri atburðum vægi
var álitið að athyglinni væri beint frá því sem skipti máli.12
Bowlby sat við sinn keip og ítrekaði áhrif áfalla á þroska barna svo sem að-
skilnað, skilnað foreldra eða höfnun þeirra, leyndarmál varðandi uppruna
barna (til dæmis ef afi er líffræðilegur faðir) og ábyrgð barna á foreldrum
sínum. Í huga Bowlbys snerist málið ekki um kynhvötina og úrvinnslu
hennar, eins og Freud hafði haldið fram, heldur um þörf mannsins fyrir ör-
yggi. Hann var þeirrar skoðunar að tengsl væru frumþörf, ekki afleiðing full-
nægðra hvata. Og öfugt við Klein túlkaði hann ekki árásargirni sem meðfætt
afsprengi dauðahvatar heldur viðbrögð við vonbrigðum eða mótlæti.13 Klein
áleit það vera megin viðfangsefni barnsins að sættast við að elskaða og góða
mamman/brjóstið og hataða og vonda mamman/brjóstið væri ein og sama
manneskjan.14 Bowlby taldi málið snúast um að barn þyrfti að sætta sig við
að móðirin væri ófullkomin, það þyrfti að deila henni með öðrum og smátt
og smátt sleppa af henni takinu. Þar kæmi aðskilnaður og missir til skjalanna
sem eru mikilvæg hugtök í tengslakenningunni.15
Segja má að Bowlby hafi verið trúr upphaflegum kenningum Freuds, um
að hugsýki megi rekja til áfalla í barnæsku, áður en Freud breytti kenningum
sínum í þá veru að frásagnir af kynferðislegri misnotkun ættu sér ekki endi-
lega stoð í veruleikanum heldur væru þær sprottnar úr hugarheimi viðkom-
andi. Tengslakenningin er skyldust viðfangstengslakenningunni (e. object
relations theory).16 Upphaf hennar má rekja til Klein en síðar var hún þróuð
af Ronald Fairbairn, Donald winnicott, Michael Balint, Harry Guntrip og
fleirum. Kjarni hennar er þörf mannsins fyrir aðra manneskju. Bowlby gerði
12 Eric Rayner, „John Bowlby’s contribution, a brief survey“, Bulletin of the British
Psycho-Analytical Society, 1992, bls. 20–23. Vitnað eftir Jeremy Holmes, John Bowlby
and Attachment Theory, bls. 129.
13 John Bowlby, Attachment and Loss. Volume II: Separation, London: Penguin, 1978
[1973].
14 Hanna Segal, Introduction to the work of Melanie Klein, London: The Hogarth Press,
1986.
15 Jeremy Holmes, John Bowlby and Attachment Theory.
16 Sjá til dæmis Jay R. Greenberg og Stephen a. Mitchell, Object Relations in Psychoa-
nalytic Theory, Harvard: University Press, 1983 og Gregorio Kohon, (ritstjóri), The
British School of psychoanalysis. The Independent Tradition, London: Free association
Books, 1986.