Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 142
TEnGSLaKEnnInG JOHn BOwLBYS
145
hins vegar sjálf tengslin, eðli þeirra og formgerð, að þungamiðju sinna kenn-
inga. af öðrum sálgreinum átti hann fræðilega mesta samleið með winni-
cott en vegna áralangrar reynslu sem barnalæknir þekkti hann einnig vel til
eðlilegs þroska barna. Eins og Bowlby taldi winnicott manninn þarfnast
tiltekinna skilyrða í uppvexti til að öðlast þroska og báðir höfðu fremur já-
kvæða mynd af eðli mannsins. winnicott hefur einnig skrifað ítarlega um
samband móður og barns og þó svo að hugtakanotkunin sé ólík og sjónar-
hóllinn ekki alltaf sá sami er samhljómur með hugmyndum þeirra.17
Sem vísindagrein hefur tengslakenningin tvo kosti fram yfir klassíska sál-
greiningu. Í fyrsta lagi byggist hún á athugunum á samskiptum foreldris
og barns hér og nú fremur en að reynt sé að átta sig á hvað hafi gerst eftir
á. Í öðru lagi grundvallast hún á eðlilegum þroska barna, ólíkt kenningum
Freuds sem dró ályktanir um eðlilegan þroska út frá fólki sem þjáðist af
hugsýki. Það þótti Bowlby ekki gefa nægilega heilsteypta mynd af eðlilegri
þróun.
Móðurmissir
Fyrstu rannsóknir Bowlbys beindust að áhrifum þess að börn misstu tengsl
við móður sína. Hann sýndi fram á að börn undir sjö ára aldri sem voru alin
upp á stofnunum urðu fyrir margvíslegum skaða, líkamlegum, vitsmuna-
legum og tilfinningalegum. Þau stækkuðu minna, voru seinni til tals og með
aldrinum kom í ljós skert geta þeirra til að mynda varanleg tengsl.18
Með tímanum og ítarlegri rannsóknum hafa Bowlby og fleiri (til dæmis
Michael Rutter og Peter Fonagy) leiðrétt sumar af fyrstu ályktunum Bowl-
bys en rennt styrkari stoðum undir aðrar, ekki síst með tilkomu rannsókna
í taugalífeðlisfræði.19 Dæmi um hið fyrrnefnda varða áhrif aðskilnaðar sem
vara í stuttan tíma. Ef barn þekkir þá sem leysa móðurina af og er undirbúið
fyrir aðskilnað þarf því ekki að líða illa þegar það er fjarri henni. Jafnvel þó
að aðstæður séu ekki hliðhollar er ekkert sem bendir til langvarandi áhrifa af
17 Sjá til dæmis Donald woods winnicott, Playing and Reality, London: Penguin Bo-
oks, 1971 og Michael Jacobs, D.W. Winnicott, London: Sage Publications, 1995.
18 Jeremy Holmes, John Bowlby and Attachment Theory, bls. 39.
19 Sjá til dæmis Mark Solms og Oliver Turnbull, The Brain and the Inner World. An
introduction to the neuroscience of subjective experience, London: Karnac Books, 2002,
Viviane Green, (ritstjóri), Emotional Development in Psychoanalysis, Attachment The-
ory and Neuroscience. Creating connections, Hove: Brunner-Routledge, 2003 og Susan
Hart, Brain Attachment, Personality. An introduction to neuroaffective development,
Kaupmannahöfn: Hans Reitzels Forlag, 2006.