Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 145
SæUnn KJaRTanSDÓTTIR
148
Til að leita svara við þessum spurningum leit Bowlby til tveggja fræði-
greina, sálgreiningar og hátternisfræði (e. ethology). Í sálgreiningu eru tvær
ólíkar kenningar um tengingu á milli móður og barns, hvatakenning Freuds
og viðfangstengslakenning. Í þeirri fyrri er gert ráð fyrir að barnið elski
móðurina vegna þess að hún seður hungur þess og slær með því á vanlíðan.
Grunnur tengingarinnar er líkamlegs eðlis. Í viðfangstengslakenningunni
er litið svo á að strax frá fæðingu sé barnið tengt móðurinni tilfinninga-
lega ekki síður en líkamlega. Í báðum þessum kenningum fannst Bowlby
mönnum yfirsjást að tenging á milli móður og barns væri binding út af fyrir
sig.28 Í hátternisfræði hafði hann veitt því eftirtekt að nýfæddir gæsaungar
elta móðurina og sýna hliðstæður við kvíða (kvaka og leita) þegar þeir eru
aðskildir frá henni. Honum virtist tenging unganna við móðurina vera óháð
fæðugjöf. Hann taldi upphaflegt markmið tengslakerfis mannsins vera að
verja hann fyrir rándýrum og annarri aðsteðjandi hættu. Fólk hópaði sig
saman til verndar hvert öðru og börn þyrftu að vera nálægt foreldrum sín-
um, öryggisins vegna. Frá því sjónarhorni er „tilgangur“ tengsla ekki að
fullnægja líkamlegum þörfum heldur að vernda einstaklinginn fyrir utan-
aðkomandi vá. Bowlby taldi börn hafa meðfædda tilhneigingu til að bindast
þeim sem annast þau en það veltur öðru fremur á foreldrunum með hvaða
hætti sú binding verður.
Tengslahegðun (e. attachment behaviour)29 er skilgreind sem hegðun sem
miðar að nálægð við mikilvæga manneskju. Hún lýsir sér með því að barnið
horfir á manneskjuna sem það tengist og kvartar, grætur eða eltir hana við
aðskilnað eða yfirvofandi aðskilnað en hættir þegar nálægð næst á ný, hvort
sem það er við að sjá viðkomandi einstakling, nálgast hann eða snerta. Fyrstu
tengsl barns af þessum toga eru oftast við móðurina en síðar koma fleiri til
skjalanna, svo sem faðirinn og þeir sem annast það mest.
Mary ainsworth var náin samstarfskona Bowlbys og hún þróaði með
honum tengslakenninguna. Hún var fyrst til að nota hugtakið örugg höfn (e.
secure base)30 til að lýsa andrúmslofti sem barn fyndi fyrir í nálægð manneskju
sem væri í lykilhlutverki gagnvart því. Viti það af móður sinni getur barnið
hætt sér í burtu til að svala forvitni sinni og prófa nýja hluti. Finni það til
óöryggis eða ótta hraðar það sér aftur í öruggu höfnina. aðalatriðið er að
barnið viti af öruggu höfninni innan seilingar.
28 John Bowlby, Attachment and Loss. Volume I: Attachment, London: Penguin, 1969.
29 Sama rit, bls. 65–84.
30 John Bowlby, A Secure Base. Clinical applications of Attachment theory, Oxford: Rout-
ledge, 1988.