Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 146
TEnGSLaKEnnInG JOHn BOwLBYS
149
annað mikilvægt hugtak tengslakenningarinnar er innra vinnulíkan
(e. internal working model).31 Það vísar til þess að barnið byggir upp líkan
hið innra af sér sjálfu og öðru fólki út frá samskiptum við sína nánustu. af
reynslu sinni dregur barnið ályktanir um hvers megi vænta af því sjálfu og
öðrum og yfirfærir á annað fólk. Barn með örugg tengsl býr sér til líkan af
áreiðanlegum og umhyggjusömum foreldrum og það sjálft er samkvæmt því
manneskja sem er elsku og athygli verð. Á hinn bóginn sér barn með óör-
ugg tengslamynstur fólk sem viðsjárvert. Það upplifir sjálft sig áhrifalítið og
væntir síður góðs af öðrum. Þessar ályktanir eru ekki meðvitaðar en þær eru
tiltölulega stöðugar og fastar fyrir, sérstaklega þær sem eru mótaðar fyrstu ár
ævinnar. Dæmi um það má sjá þegar fólk með óörugg tengslamynstur sækir
hvað eftir annað í sambönd þar sem því er hafnað. Fyrstu tengslamynstur
eru svo áhrifamikil vegna þess að þau eiga sér stað þegar barnið er ósjálf-
bjarga, heili þess er í mótun og þeim er viðhaldið í gegnum áralöng sam-
skipti við sömu foreldrana og mynduðu tengslin í upphafi.32
Ókunnar aðstæður
Frumkvöðlastarf Bowlbys og ainsworths á sjötta og sjöunda áratug síðustu
aldar ruddi brautina fyrir rannsóknir á þroska ungra barna sem hefur fleygt
fram síðustu áratugi. Áður en ainsworth hóf að vinna með Bowlby gerði hún
rannsóknir á mæðrum með börn sín í Úganda. Hún þróaði rannsóknarað-
ferðina ókunnar aðstæður (e. Strange Situation)33 seint á sjöunda áratugnum
en sú aðferð hefur verið notuð í fjölmörgum rannsóknum og er viðurkennd
sem áreiðanlegt og gilt mælitæki. Með henni er tengslamyndun greind út frá
viðbrögðum við aðskilnaði.
Ókunnar aðstæður leiða í ljós tiltekin tengslamynstur barna við eins árs
aldur. Út frá þessum mynstrum er af töluverðri nákvæmni hægt að segja fyrir
um þroska og samskiptahæfni barnsins um ókomin ár. Þátttakendur í rann-
sókninni eru móðir, barnið hennar, á aldrinum 12–18 mánaða, og ókunnug
manneskja sem er sérstaklega þjálfuð í rannsóknum á börnum.
Rannsóknin hefst með því að móðir og barn koma inn í sérstaklega út-
búið leikherbergi. Eftir stutta stund fer barnið yfirleitt að leika sér og að
31 Sjá til dæmis Susan Hart, The Impact of Attachment, Kaupmannahöfn: Hans Reitzels
Forlag, 2006.
32 Vivien Prior og Danya Glaser, Understanding Attachment and Attachment Disorders.
Theory, Evidence and Practice, London: Jessica Kingsley, 2006.
33 Mary ainsworth, M. Blehar, E. waters og S. wall, Patterns of Attachment. Assessed in
the Strange Situation and at Home, Hillsdale, n.J: Erlbaum, 1978.