Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 148
TEnGSLaKEnnInG JOHn BOwLBYS
151
að fyrri skilgreiningum um óörugg tengsl en til viðbótar sýna þau á köflum
trufluð viðbrögð, svo sem að hlaupa í átt til móður sinnar, stoppa á miðri
leið, snúa við og hlaupa frá henni. Þau eiga líka til að „frjósa“ í sporunum
eða sýna önnur einkenni um ótta.35
Í stuttu máli sýna þessar rannsóknir á gerðum tengslamyndana að lyk-
ilatriði í tengslum móður og barns er hversu vel móðirin er læs á tjáningu
barnsins og hversu fær hún er um að svara henni á viðeigandi hátt. Ólíkt því
sem Bowlby taldi í fyrstu þá veitir líkamleg nálægð móðurinnar ekki nægi-
legt öryggi og það er heldur ekki nóg að hún sé hlýleg við barnið. Öllu máli
skiptir hversu næm hún er og fær um að lesa barnið rétt. Á fyrstu þremur ævi-
mánuðum barnsins hafa mæður barna með örugg tengslamynstur svarað kalli
þeirra fljótt, þær horfa meira á þau og brosa til þeirra og sýna þeim að jafnaði
meiri hlýju og gleði. Börnin skynja móðurina sem örugga höfn, þau eru jafn
viljug að kanna umhverfi sitt þegar þau eru örugg og leita huggunar þegar
þau eru óörugg. Sama hversu óttaslegin þau eru við aðskilnað þá verða þau
strax örugg við að finna mömmu sína aftur og vilja fljótlega fara að leika sér á
ný. Móðirin les af nákvæmni látbragð barnsins, svo sem tárvot augu, útréttar
hendur, hvort barnið lagi sig að líkama hennar eða sé órólegt í fangi hennar.
Þá bregst hún við á viðeigandi hátt með því að taka barnið upp, halda því
blíðlega og sleppa því svo. Það sem einkennir slík tjáskipti er að annar aðilinn
gefur frá sér merki sem hinn les í og bregst við á fullnægjandi hátt.
Í óöruggum tengslum eru tjáskiptin annarrar gerðar. Fyrstu mánuðina
hafa mæður barna sem greinast með nándarfælin tengslamynstur tilhneig-
ingu til að sinna líkamlegum þörfum barnsins en hafa takmarkaða ánægju af
samskiptum við það. Mæður barna sem greinast með tvíbent tengslamynstur
leiða oft hjá sér vísbendingar barnsins, svara kalli þess seint og eru ófyrir-
sjáanlegar í viðbrögðum sínum.
Börn með nándarfælin tengslamynstur bera ekki endilega líðan sína utan
á sér þegar þau eru skilin frá móður sinni, þau sýna hvorki þörf fyrir nálægð
né eru opin fyrir atlotum hennar. Þetta er hægt að misskilja sem rósemi
en hjartsláttur þeirra og streituhormón segja aðra sögu. Börn með tvíbent
tengslamynstur sýna sterk viðbrögð við aðskilnaði og eru mjög upptekin af
nálægð móður sinnar. Þeim líður afar illa þegar hún er fjarverandi en sýna
hins vegar lítinn létti þegar hún er nálæg.
Þessi ólíku viðbrögð hafa verið túlkuð út frá þörf barnsins til að nýta sem
35 David Shemmings og Yvonne Shemmings, Understanding Disorganized Attachment.
Theory and practice for working with children and adults, London: Jessica Kingsley,
2011.