Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 149
SæUnn KJaRTanSDÓTTIR
152
best þá nálægð sem foreldrarnir bjóða upp á en ung börn eru sérlega næm
og hafa mikla aðlögunarhæfileika, enda er líf þeirra undir því komið. Mæður
barna með nándarfælin tengslamynstur eru oft tilfinningalega fjarlægar,
finnst líkamleg snerting óþægileg og draga sig í hlé þegar börn þeirra eru
döpur. Börnin laga sig að móður sinni með því að bæla þörf sína fyrir hana til
að forðast höfnun og reiði sem gæti ýtt henni lengra í burtu. Sumar mæður
barna með tvíbent tengslamynstur eiga það til að vera óáreiðanlegar og ófyr-
irsjáanlegar. Börnin bregðast við með linnulausum kröfum, eins og þau telji
nauðsynlegt að halda móðurinni við efnið. Ruglingsleg tengslamynstur má
oft rekja til ótta barns í samskiptum við foreldra, til dæmis vegna ofbeldis,
en þá er barnið í þeirri hörmulegu stöðu að þurfa að leita huggunar hjá þeim
sem það óttast. Þessi börn eru í langmestri hættu á að leiðast út í andfélags-
lega hegðun og þróa með sér geðraskanir.36
almennt sýna rannsóknir að á milli 65 og 70% barna séu með örugg
tengslamynstur og rúm 30% með óörugg.37 af þeim síðarnefndu er tæpur
helmingur með ruglingsleg tengslamynstur. Sá hópur er þó fjölmennari
þegar úrtakið miðast við fjölskyldur sem búa við bágar félagslegar aðstæður,
eða um 24%. af börnum mæðra sem misnota áfengi eða fíkniefni eru 43%
barna með ruglingsleg tengslamynstur og hjá börnum sem sæta vanrækslu
og/eða ofbeldi af hálfu foreldra hefur hlutfallið mælst 82%.38 Sýnt hefur
verið fram á sterka fylgni á milli ruglingslegrar tengslamyndunar í frum-
bernsku og árásargirni, veikrar sjálfsmyndar, skertrar námsgetu og vanhæfni
í félagslegum samskiptum á fullorðinsaldri.39
Bowlby taldi tengslamynstur fyrstu áranna ákvarða sjálfsmynd mann-
eskjunnar, hegðun, félagslega aðlögun og tengsl við aðra. Mælst hefur sterk
fylgni (87%) milli öruggrar tengslamyndunar hjá börnum milli eins árs og
sex ára aldurs.40 Þau börn hafa betri sjálfsmynd, eru í betra tilfinningalegu
jafnvægi og sýna meiri seiglu, frumkvæði, félagslega færni og einbeitingu
heldur en jafnaldrar þeirra með óörugg tengslamynstur. Í skóla fá fyrrnefndu
36 David Shemmings og Yvonne Shemmings, Understanding Disorganized Attachment.
37 Klaus Grossman og Karin Grossman, „attachment quality as an organiser of emo-
tional and behavioural responses in a longitudinal perspective“, Attachment Across
the Life Cycle, ritstjórar C.M. Parkes, J. Stevenson-Hinde og P. Marris, London:
Routledge, 1991. Vitnað eftir Jeremy Holmes, John Bowlby and Attachment Theory.
38 David J. wallin, Attachment in Psychotherapy.
39 Vivien Prior og Danya Glaser, Understanding Attachment and Attachment Disorders.
40 Klaus Grossman, Karin Grossman og Everett waters (ritstjórar), Attachment from
Infancy to Adulthood. The major longitudinal studies, new York: The Guilford Press,
2005.