Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 150
TEnGSLaKEnnInG JOHn BOwLBYS
153
börnin hlýrra viðmót frá kennurum. Börn með óörugg tengslamynstur eru
aftur á móti gjarnan álitin fýlugjörn eða full mótþróa og fá stífara viðmót.
Þau virðast oft ósjálfstæð og óþroskuð og eru fremur meðhöndluð eins og
þau séu yngri en þau eru. af börnum sem leggja önnur í einelti eða verða
fyrir einelti eru börn með óörugg tengslamynstur í meirihluta. Börn með
örugg tengslamynstur eru í hvorugum hópnum. Þau eiga auðveldara með að
takast á við áreiti og leita hjálpar áður en komið er í óefni auk þess að geta
betur sett sig í spor annarra.41
Hér hefur athyglinni fyrst og fremst verið beint að framlagi móður/for-
eldris til þróunar tengsla svo ætla mætti að barnið væri óvirkur þátttakandi.
Það er að sjálfsögðu einföldun því vitanlega hefur lundarfar, skapgerð og
persónuleiki barnsins áhrif á hversu vel móðir og barn ná saman. Eigi að
síður er vægi foreldris óumdeilanlegt. En eitt sinn voru foreldrarnir börn og
eru því undir sömu sök seldir og börn þeirra: Þeir eru undir áhrifum sinna
foreldra. Hvernig færast tengslamynstur á milli kynslóða?
Fullorðins tengslaviðtal
Í fullorðins tengslaviðtali (e. Adult Attachment Interview)42 er athyglinni beint
að fylgni á milli reynslu foreldra af tengslum úr barnæsku og tengslamynstra
barna þeirra. Tekin eru viðtöl við foreldra þar sem þeir rifja upp bernsku sína
og segja frá samskiptum við foreldra sína. Móðir (foreldri) er beðin um að
velja fimm lýsingarorð sem henni finnst lýsa sambandi hennar við foreldra
sína, hvort fyrir sig, og síðar er hún beðin um að segja hvaða atvik eða minn-
ingar styðji val hennar. Hún er spurð hvað hún hafi gert þegar henni leið illa,
hvoru foreldrinu hún hafi verið nánari og hvers vegna, hvort hún hafi upp-
lifað höfnun eða ógn frá foreldrum, af hverju hún telji foreldrana hafa hegðað
sér eins og þeir gerðu, hvernig samskipti við foreldrana hafa breyst, hvaða
áhrif reynsla í bernsku hafi á hana á fullorðinsárum og fleira í þeim dúr.43
Á grundvelli svaranna hafa verið greind tengslamynstur mæðra/foreldra.
Öruggar mæður greina frá öryggi í barnæsku og styðja það mat sitt á sann-
færandi hátt. Þær meta tengsl mikils og sýna viðeigandi tilfinningar þegar
41 Sjá til dæmis Graham Music, Nurturing Natures. Attachment and children’s emotional,
sociocultural and brain development, Hove: Psychology Press, 2011.
42 Mary Main, n. Kaplan og J. Cassidy, ,,Security in infancy, childhood and adult-
hood. a move to the level of representation“, Growing Points of Attachment Theory
and Research.Monographs of the Society for Research in Child Development, ritstjórar I.
Bretherton og E. waters, 1985, bls. 66–104.
43 Sjá til dæmis David J. wallin, Attachment in Psychotherapy, bls. 25–39.