Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 151
SæUnn KJaRTanSDÓTTIR
154
þær tala um erfiða reynslu. Mæður sem greinast óöruggar gera lítið úr mikil-
vægi og áhrifum annars fólks. Þær eiga fáar minningar en sýna tilhneigingu
til að fegra fortíðina („ég átti frábæra æsku“) án þess að geta stutt það mat
sitt á sannfærandi hátt. Sumar segja óskipulega frá í löngu og óskýru máli og
eru uppteknar af erfiðleikum úr fortíðinni. Þær verst stöddu missa auðveld-
lega áttir eða verða óskýrar og ruglingslegar þegar þær rifja upp erfið atvik.
Margar rannsóknir hafa leitt í ljós beina fylgni á milli tengslamynsturs
barns og móður. Í einni voru tekin viðtöl við foreldra á meðgöngu og niður-
staða þeirra spáði fyrir um tengslamynstur barnanna við eins árs aldur af
70% nákvæmni. 44 af óöruggum börnum áttu 73% óöruggar mæður og
eingöngu 20% öruggra barna áttu óöruggar mæður á meðan 80% öruggra
mæðra áttu örugg börn. Áhrif föður virtust vera minni, 82% öruggra feðra
áttu örugg börn en 50% óöruggra feðra áttu örugg börn.
Öruggar mæður bregðast við þörfum barns síns á viðeigandi hátt. Þær
hafa ánægju af barninu en ráða jafnframt við óánægju þess og óhlýðni. Þær
hafa yfirvegaða mynd af bernsku sinni og ef hún var erfið horfa þær raunsætt
á hana. Börn þeirra, sem eru örugg sem ungbörn, aðlagast vel félagslega,
hafa raunsætt sjálfsmat og höndla betur aðskilnað. Örugg börn og öruggar
mæður hafa þroska til sjálfsíhugunar og upplifa samhengi í lífi sínu.
Á hinn bóginn eru óöruggar mæður ekki vel stilltar inn á þarfir barns-
ins og bregðast þar af leiðandi ekki við þeim á viðeigandi hátt hverju
sinni. Mörgum þeirra finnst líkamleg snerting óþægileg, þær gera lítið úr
mikilvægi foreldra sinna og eiga erfitt með að segja í smáatriðum frá eigin
bernsku. Hafi móðirin ekki fengið hjálp við að vinna úr tilfinningum sínum
ræður hún illa við sársauka og reiði barnsins síns. Hjá mæðrum sem hafa
alist upp við ofbeldi getur grátur barnsins virkað sem kveikja (e. trigger) á
gamla reynslu og vakið ótta þeirra við barnið.45
Þegar kemur að foreldrafærni virðist ekki skipta öllu máli hvort reynsla
viðkomandi var góð eða slæm, aðalatriðið er geta þeirra til að hugsa um
hana, finna til og setja hluti í samhengi.46 Þannig virðist hæfni foreldris til að
hugleiða fortíð sína og líðan hafa forspárgildi um hversu mikið öryggi það
44 Peter Fonagy, M. Steele og H. Steele, „Maternal representations of attachment
during pregnancy predict the organisation of infant-mother attachment at one year
of age“, Child Development 62: 5/1991, bls. 891–905.
45 Daniel S. Schechter og Sandra Rusconi Serpa, „Understanding how traumatised
mothers process their toddlers’ affective communication under stress: towards pre-
ventive intervention for families at high risk for intergenerational violence“, Early
Parenting and Prevention of Disorder, ritstjórar R.n. Emde og M. Leuzinger-Bohle-
ber, London: Karnac Books, 2014, bls. 90–117.
46 Sjá til dæmis David wallin, Attachment in Psychotherapy, bls. 34.