Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 154
Bjarni M. Bjarnason
Drauma-Jói, rannsókn 3
Fyrsta dulsálarfræðirannsóknin á Íslandi
könnuð og lykkju við hana bætt
Doktor Ágúst H. Bjarnason og Drauma-Jói
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) lærði sálfræði og heimspeki í Kaupmanna-
höfn, Strassborg og Berlín, og hlaut doktorsgráðu frá Hafnarháskóla 1911,
þá 36 ára gamall, fyrir ritgerð um heimspekinginn Jean-Marie Guyau. Hann
var skipaður prófessor við Háskóla Íslands sama ár og var þá fyrsti doktorinn
sem þar starfaði, fyrir utan rektorinn Björn M. Ólsen, sem studdi hann í
embættið.1 Ágúst var síðan rektor háskólans árin 1918 og 1928, og ritstjóri
og útgefandi tímaritanna Iðunnar árin 1915-23 og Vöku árin 1927-29, en í
þeim birtist hann sem ötull alþýðufræðari.2 Sem kennari við háskólann, rit-
stjóri og höfundur víðlesinna bóka varð hann áhrifamikill opinber mennta-
maður. Hann skrifaði rit um sálfræði jafnt sem heimspeki, en bók hans
Almenn sálarfræði sem kom út 1916 var fyrsta frumsamda sálfræðibókin á
íslensku. Þar er meðal annars komið inn á rannsóknaraðferðir greinarinnar
og rætur hennar í heimspeki. Þekktasta ritverk Ágústs er Yfirlit yfir sögu
mannsandans, sem fyrst kom út í fimm bindum á árunum 1905-1915, og
síðar í endurskoðaðri gerð á árunum 1949-1954. Árið 1915 gaf Ágúst jafn-
framt út bókina Drauma-Jói, sem byggðist á fyrstu fræðilega viðurkenndu
rannsókninni sem framkvæmd var hér á landi á sviði dularsálfræði (e. Para-
1 Jakob Guðmundur Rúnarsson, Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H.
Bjarnason, Reykjavík, Heimspekistofnun Háskóla Íslands, 2015, bls. 9–32, hér bls.
80–81.
2 Jakob Guðmundur Rúnarsson, „Skemmtun, fróðleikur og nytsemd. Heimspekin að
baki ritstjórnarstefnu tímaritsins Iðunnar, 1915-23“, Ritið 2/2015, bls. 9.
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (233-264)
Ritrýnd grein
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.14
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).