Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 159
BJaRnI M. BJaRnaSOn
238
ins, það er umsögn Guðmundar Finnbogasonar um rannsóknina. Í þessari
fyrri tilraun sem framkvæmd var á „prívatkontór“19 Páls Briem amtmanns,
sem þjónaði sem aðstoðarmaður, skrifuðu rannsakendurnir þrír, hver í sínu
herbergi, bæjar- og mannanöfn á tólf miða hver, drógu svo einn úr hverjum
bunka og settu þrjá miða blindandi í umslög. Drauma-Jói fór svo heim með
Snæbirni verslunarstjóra á Þórshöfn, þar sem hann dvaldi í nokkra daga,
en á þeim tíma spurði Snæbjörn hann í svefni um hvaða orð væru rituð á
miðana í umslögunum sem voru falin á akureyri. Reyndist Jói ófær um það.
Um niðurstöðuna tekur Guðmundur Hannesson af öll tvímæli: „[…] svo
okkur blandaðist ekki hugur um, að tilraunin hefði með öllu mistekist.“20
Þetta má skilja sem svo að tilraunin hafi mislukkast þar sem ekki tókst að fá
fram þá niðurstöðu sem þeir vonuðust til. Ekki er þó loku fyrir það skotið að
ef skýrsla um prófunina hefði varðveist, þá hefði hún verið viðurkennd sem
fyrsta dularsálfræðirannsóknin hér á landi. Það sem Ágúst birtir sem skýrslu
þeirra þremenninga er einnar blaðsíðu verklýsing. að Ágúst skuli grafast
fyrir um rannsóknarsöguna áður en hann hefst handa og færa fram rök fyrir
hvers vegna hann telji að kanna megi málið betur, þrátt fyrir fyrri athugun,
ber vott um vönduð vinnubrögð.
Ágúst telur niðurstöðu tilraunar þremenninganna ekki óræka því ekki sé
ljóst hvort Jói hafi kannski nefnt eitthvað af orðunum sem stóðu á þeim 33
miðum sem fleygt var. Þannig vísar hann tilrauninni á bug með þeim rökum
að efni sem snerti hana ekki hafi ekki verið tekið til greina. Bendir þetta til
að hann sé áfjáður í að halda þeim möguleika opnum að Drauma-Jói búi yfir
fjarvísi. Þó má ætla að nóg hefði verið hjá honum að segja að þó að þessi
tilraun, sem virðist aðferðafræðilega í lagi,21 benti til að Drauma-Jói byggi
ekki yfir fjarvísi, þá mætti samt athuga málið betur því sögurnar af honum
gefi ekki til kynna að hann hafi verið óskeikull. Honum gæti því tekist betur
til í annarri tilraun.
19 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 181.
20 Sama rit, bls. 184.
21 Ef gagnrýna ætti tilraunina út frá því sem við vitum um Drauma-Jóa, sem byggir
að miklu leyti á sögunum sem Ágúst safnaði saman um hann, þá mætti benda á að
hún prófar nokkuð sem ekki er vitað til að Drauma-Jói hafi nokkurntíma getað. Þótt
hann eigi að hafa getað séð hluti í fjarlægð og jafnvel skyggnst ofan í koffort, þá
greinir engin saga frá að hann lesi á bréf sem er lokað í umslagi.