Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 161
BJaRnI M. BJaRnaSOn
240
að til séu menn sem „geta eins og lesið í hugi annarra“, þegar þeir eru í sér-
stöku ástandi, og kallar eiginleikann „hugnæmi“.26 Í nokkrum sögunum um
Drauma-Jóa vissi einhver í nágrenninu það sem Drauma-Jói var talinn hafa
uppgötvað í draumi sínum, og ef um náðargáfu var að ræða var ekkert sem
útilokaði að hugsanalestur væri hluti af henni, eða fyrirbrigðin sem Ágúst
kallar hugskeyti og hugnæmi. En tilraunin virðist, framan af að minnsta
kosti, sniðin að hugmynd Ágústs um fjarskyggni, sem hann vill prófa óháð
öðrum skýringamöguleikum.
annað sem lesandinn kann að spyrja sig eftir að hafa lesið allan kaflann
um tilraunina, er: Út á hvað gekk hún eftir fyrsta daginn? Ágúst biður sím-
stjórann að gera eitthvað í Reykjavík, sem Drauma-Jói á að segja frá hvað er,
en tekst ekki. Daginn eftir fær Ágúst að vita hvað það er. Síðan líða tveir sólar-
hringar þar sem næturnar eru notaðar í að tala við Drauma-Jóa, og reynt er að
leiða hann í svefni til Reykjavíkur. En þá hefur ekki verið sagt hvort Ágúst hafi
beðið símstjórann um að gera eitthvað annað sem Drauma-Jói á að uppgötva
í bænum. Ef það er það sama, flaggið og handklæðin, hvers vegna má Ágúst
þá þegar hér er komið vita hvað það er sem Jóhannes á að sjá í Reykjavík?
Hvort er nú verið að prófa hugsanalestur eða fjarskyggni? Og ef það er ennþá
þetta sem Drauma-Jói á að sjá, þá verður að gera ráð fyrir að lítið sem ekkert
markvert geti gerst í Reykjavík sem sá tæki eftir, sem veitti einhverju óvenju-
legu athygli. Hefðu til dæmis ryskingar manna millum eða brotið vagnhjól og
hlass oltið út á götu sætt meiri tíðindum en handklæði á símagrind?
Það sem einkennir tilraunina seinni dagana tvo eru leiðandi spurningar
sem beinast til viðfangsins: „Geturðu ekki hafið þig hærra, séð yfir?“27 Og:
„Þú ætlaðir að komast til Rvíkur. – Já, það er þungt, þungt! – Reyndu það.
– Já – “28 Hér sem víðar sést að skilin milli rannsakanda og viðfangs eru ekki
skýrt afmörkuð, rannsakandinn hefur mikið svigrúm til að reyna að hafa
áhrif á viðfangið, sérstaklega eftir því sem líður á rannsóknina. Hugsanlegt
segir Dr. Björg Þorláksdóttir í bókinni Svefn og draumar frá 1926: „Vér vitum og, að
hugsanaflutningur er margsannaður, milli heilbrigðra manna.“ Björg Þorláksdóttir,
Svefn og draumar, Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg, 1926, bls. 146. Hún virðist
einnig hafa orðið fyrir áhrifum frá Ágústi H. Bjarnasyni, sem hún nefnir í bókinni í
sambandi við Drauma-Jóa, því hún tekur upp hugtak hans, fjarskyggni: „Fjarskygni
er svo margsinnis vottfest, að enginn getur efast um það lengur, að einstaka menn
eru þeirri gáfu gæddir – og það bæði í svefni og vöku.“ Björg Þorláksdóttir, Svefn og
draumar, bls. 146.
26 Ágúst H. Bjarnason, „Rannsókn“, bls 19–20.
27 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 191.
28 Sama rit, bls. 192.