Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 165
BJaRnI M. BJaRnaSOn
244
Frásagnirnar
af þeim 37 sögum sem Ágúst safnaði um Drauma-Jóa, áleit hann sex þess
eðlis að hvorki væri hægt að sanna þær né afsanna. Þrjár taldi hann ósannar,
fimmtán sannar að hluta, en þrettán sannar. Það eru þessar þrettán sögur
sem hann segir að búi yfir fullgildum jákvæðum sönnunum37 sem bera uppi
ályktun hans þess efnis að Drauma-Jói hafi búið yfir fjarskyggnigáfu. Áhuga-
vert er að skoða þessar sögur og rökstuðninginn að baki niðurstöðunni um
að þær séu ósviknar. Um er að ræða eftirfarandi sagnir:
Sögurnar þrettán
1. „Hrútarnir“. Doc. theol. S. P. Sivertsen hefir sögu þessa eftir Jóa sjálf-
um.
5. „Lýsir ferðum manns“. Jóhann Gunnlaugsson segir frá.
11. „Sér kofortin á Húsavík“. Frú Guðrún segir frá.
12. „Budda séra Halldórs“. Frú Guðrún segir frá.
13. „Budda séra Vigfúsar“. Frú Guðrún segir frá.
15. „Raufarhafnarskipið“. Frú Guðrún segir frá.
18. „Ísaums-axlaböndin“. Frú Guðrún segir frá.
23. „Hálsmenið“.38
27. „Kofort Jóns Skinna“. S. P. Sivertsen hefir sögu þessa eftir Jóhanni
hreppstjóra Gunnlaugssyni.
29. „Segir fyrir um skipakomu“. S. P. Sivertsen dócent hefir sögu þessa eftir
Drauma-Jóa.
37 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 176.
38 Í handritinu að Drauma-Jóa, sem geymt er á handritadeild Landsbókasafnsins, er
yfirstrikaður texti tengdur þessari sögu, sem er áhugaverður því hann gefur inn-
sýn í vinnuaðferðir Ágústs við rannsókn hans á sögunum: „Gott væri, að fá þessa
sögu staðfesta bæði af húsmóður Jóa, konu Helga Guðlaugssonar, og af þeirri Hofs-
systirinni, sem tapaði meninu og helst af þeim, sem fann menið. Eins væri gott að
fá vottfest, að menið hefði fundist eftir tilvísun Jóa og að Jói hefði aldrei komið í
varpið áður en menið týndist. Ef hægt væri að fá alt þetta vottfest, væru fáar sögur
sem sönnuðu eins vel fjarskyggni Jóa.“
„Ég hefi nú reynt að fá sögu þessa staðfesta bæði með því að skrifa Víglundi […]
Helgasyni og biðja hann að inna móður sína eftir þessu og eins með því að skrifa
manni einnar Hofssysturinnar, en hvorugir þessara manna hafa svarað mér og er þó
langt um liðið, síðan ég skrifaði þeim.“ Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, handrit,
LBS. 417. nF, bls. 85.a.