Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 167

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 167
BJaRnI M. BJaRnaSOn 246 á honum. Vegna þess hve veikur vitnisburður er um sannleiksgildi hennar, og jafnframt mikill vilji margra er til að fá hana viðurkennda sem sanna, er hún af öllum sögunum sem Ágúst rekur um fjarskyggni Drauma-Jóa, sú sem helst minnir á helgisögu. Í sögu 29, „Segir fyrir skipakomu“, sem Sigurður P. Sivertsen hefur eftir Drauma-Jóa er útgerðarmaðurinn Kristján Jónsson orðinn leiður á að bíða eftir strandferðaskipinu Mjölni og óttast að það leggi ekki að í Þórshöfn að þessu sinni. Hann sendir vinnumann sinn, Gísla, á fund Drauma-Jóa til að forvitnast um ferðir skipsins, og um nóttina segir hann að skipið muni koma næsta dag. Það gengur eftir. að þessari frásögn er útgerðarmaðurinn Kristján Jónsson sjálfur vottur, og hann bætir því við að Drauma-Jói hafi vitað hvar skipið var statt þegar hann var spurður um ferðir þess og hvernig maðurinn í brúnni leit út. Einnig vottar dr. phil. Guðmundur Finnbogason um sannleiksgildi sögunnar, en hann var um borð í skipinu og frétti er hann kom í land að menn vissu af ferðum þess, þökk sé Drauma-Jóa. Ef vottun manna sem komu að sögunni hefur sönnunargildi þá er hún betri hér en í sögunni af hrútunum. Á móti kemur að ef einhver er spurður um komu skips sem von er á og viðkomandi segir að það komi á morgun, þá eru líkurnar ágætar á því að hann hafi rétt fyrir sér. Sagan sjálf, hvort sem hún er sönn eða ekki, hefur því ekki vægi er kemur að því að sanna eða afsanna fjarskyggni- gáfu hjá Drauma-Jóa. af sögunum þrettán sem Ágúst telur sannar hefur hann fimm eftir Guð- rúnu Björnsdóttur, þeirri er fyrst sagði honum sögur af Drauma-Jóa, og þekkti sjálf til hans. Þó er sönnunaraðferð Ágústs ekki svo einföld að sögurn- ar virðist sannari eftir því sem hann þekkir sögumanninn betur því Guðrún á líka fimm sögur í bókinni sem ekki eru á listanum með „sönnu sögunum“. Í sögu 13, „Budda séra Vigfúsar“, sem Guðrún segir, lýsir Drauma-Jói ná- kvæmlega hvar tóma buddan er, hver hafi tekið hana og hvar peningarnir eru sem teknir voru úr henni. Hann lýsir jafnharðan aðförum vinnukonunnar sem leitar að buddunni eftir lýsingu hans, og leiðbeinir henni frekar þar til peningarnir finnast. Það sem er athyglisvert við söguna er að hún er höfð eftir þremur ólíkum aðilum, þeim Guðrúnu Björnsdóttur frá Presthólum, ungfrú Halldóru Björnsdóttur frá Presthólum og Mekkinu Jónsdóttur,41 og er munur á söguatriðum eftir sögumönnum. Til dæmis virðist Drauma-Jói hafa nafngreint þjófinn í sögunni sem Guðrún segir og jafnvel tekið svo til 41 Sama rit, bls. 91. Frásögn hennar kemur með bréfi frá ameríku skrifuðu af Jóni Jónssyni frá Sleðabrjóti mági hennar og fyrrverandi alþingismanni. Óljóst er hvort hann skrifaði þetta fyrir hana eða hafði þetta eftir henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.