Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 167
BJaRnI M. BJaRnaSOn
246
á honum. Vegna þess hve veikur vitnisburður er um sannleiksgildi hennar,
og jafnframt mikill vilji margra er til að fá hana viðurkennda sem sanna, er
hún af öllum sögunum sem Ágúst rekur um fjarskyggni Drauma-Jóa, sú sem
helst minnir á helgisögu.
Í sögu 29, „Segir fyrir skipakomu“, sem Sigurður P. Sivertsen hefur eftir
Drauma-Jóa er útgerðarmaðurinn Kristján Jónsson orðinn leiður á að bíða
eftir strandferðaskipinu Mjölni og óttast að það leggi ekki að í Þórshöfn
að þessu sinni. Hann sendir vinnumann sinn, Gísla, á fund Drauma-Jóa til
að forvitnast um ferðir skipsins, og um nóttina segir hann að skipið muni
koma næsta dag. Það gengur eftir. að þessari frásögn er útgerðarmaðurinn
Kristján Jónsson sjálfur vottur, og hann bætir því við að Drauma-Jói hafi
vitað hvar skipið var statt þegar hann var spurður um ferðir þess og hvernig
maðurinn í brúnni leit út. Einnig vottar dr. phil. Guðmundur Finnbogason
um sannleiksgildi sögunnar, en hann var um borð í skipinu og frétti er hann
kom í land að menn vissu af ferðum þess, þökk sé Drauma-Jóa. Ef vottun
manna sem komu að sögunni hefur sönnunargildi þá er hún betri hér en í
sögunni af hrútunum. Á móti kemur að ef einhver er spurður um komu skips
sem von er á og viðkomandi segir að það komi á morgun, þá eru líkurnar
ágætar á því að hann hafi rétt fyrir sér. Sagan sjálf, hvort sem hún er sönn eða
ekki, hefur því ekki vægi er kemur að því að sanna eða afsanna fjarskyggni-
gáfu hjá Drauma-Jóa.
af sögunum þrettán sem Ágúst telur sannar hefur hann fimm eftir Guð-
rúnu Björnsdóttur, þeirri er fyrst sagði honum sögur af Drauma-Jóa, og
þekkti sjálf til hans. Þó er sönnunaraðferð Ágústs ekki svo einföld að sögurn-
ar virðist sannari eftir því sem hann þekkir sögumanninn betur því Guðrún
á líka fimm sögur í bókinni sem ekki eru á listanum með „sönnu sögunum“.
Í sögu 13, „Budda séra Vigfúsar“, sem Guðrún segir, lýsir Drauma-Jói ná-
kvæmlega hvar tóma buddan er, hver hafi tekið hana og hvar peningarnir eru
sem teknir voru úr henni. Hann lýsir jafnharðan aðförum vinnukonunnar
sem leitar að buddunni eftir lýsingu hans, og leiðbeinir henni frekar þar til
peningarnir finnast. Það sem er athyglisvert við söguna er að hún er höfð
eftir þremur ólíkum aðilum, þeim Guðrúnu Björnsdóttur frá Presthólum,
ungfrú Halldóru Björnsdóttur frá Presthólum og Mekkinu Jónsdóttur,41 og
er munur á söguatriðum eftir sögumönnum. Til dæmis virðist Drauma-Jói
hafa nafngreint þjófinn í sögunni sem Guðrún segir og jafnvel tekið svo til
41 Sama rit, bls. 91. Frásögn hennar kemur með bréfi frá ameríku skrifuðu af Jóni
Jónssyni frá Sleðabrjóti mági hennar og fyrrverandi alþingismanni. Óljóst er hvort
hann skrifaði þetta fyrir hana eða hafði þetta eftir henni.