Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 169
BJaRnI M. BJaRnaSOn
248
ust á leiðinni var leitað ráða hjá Drauma-Jóa, sem gat staðsett þau nákvæm-
lega á Húsvík, þótt þangað hefði hann aldrei komið. Um söguna segir Ágúst:
„Saga þessi sýnir nú, að Jói hefir ekki einasta getað skygnst aftur í tímann,
heldur og, að hann hefir þarna skygnst lengra en nokkurt auga nær.“47
Ástæðan fyrir að hann tekur svo sterkt til orða varðandi þessa sögu sér-
staklega kann að vera að hér hafi að hans mati verið á ferðinni saga um
fjarskyggni óháð hugsanalestri sem skýringu. Ágúst hefur söguna eftir þeim
sem leituðu til Jóa eftir hjálp, og hún er auk þess vottuð sönn mörgum árum
eftir að atvikin áttu sér stað af vinnukonunni sjálfri og eiginmanni hennar,
Oddi Gunnarssyni, þótt hann komi ekki fyrir í sögunni. Hans vottun virðist
felast í að staðfesta að kona hans segi satt og rétt frá einhverju sem hann veit
lítið um.
Við sönnun þessarar sögu er komist eins langt og hægt verður með að-
ferðafræði Ágústs, því aðilar að sögunni segja hana og ef aðferðin er viður-
kennd má stíga næsta skref og álykta; úr því að það sem sagt er frá hér er
satt og rétt er til fjarskyggni og Drauma-Jói bjó yfir henni þegar atvik sög-
unnar áttu sér stað. nútíma lesandi gæti þó rétt eins hugsað með sér að
aðrar skýringar kæmu til greina, svo sem að um góða ágiskun hjá Drauma-
Jóa hafi verið að ræða. Sá möguleiki á við allar sögurnar. Þegar talað er um
ágiskanir þá þyrfti að taka með í reikninginn öll þau skipti þegar Drauma-Jói
var spurður og gaf rangt svar. Litlar heimildir eru til um þau tilfelli nema
helst úr fyrri tilrauninni á honum þar sem segir þegar hann er beðinn um
að lesa á miðana í umslögunum; „gat hann skakt um það, hvað á miðunum
stæði.“48 Þetta hefur líklega gerst mjög oft því menn höfðu að dægrastytt-
ingu að spyrja Jóa út úr í svefni.49
Í aðferð Ágústs hvílir sönnunarbyrðin öll á sögum því tilraunir mæla
gegn þeirri niðurstöðu að Jói hafi búið yfir fjarskyggnigáfu. Og þar sem
beinar tilraunir misheppnuðust eykst krafan um sönnunargildi sagnanna.
Enda bætir Ágúst við efni í bókinni. Sönnunarbyrðin í henni hvílir ekki að-
eins á sögunum af Drauma-Jóa. Kaflinn sem lýsir tilraununum sem Ágúst
framkvæmdi á honum endar á svofelldum orðum:
nú munu raunar sumir segja, að þetta sé þarfleysa, því að gáfa
þessi sé alls ekki til. Til þess að svara þessum mönnum og öðrum,
sem jafnan hafa sleggjudóma sína á reiðum höndum, skal ég nú að
47 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 84.
48 Sama rit, bls. 183.
49 Sama rit, bls. 75.