Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 171
BJaRnI M. BJaRnaSOn
250
Hallgilsstöðum frumsamið afmæliskvæði honum til heiðurs: „[…] vor aldni
þulur, heiðursgestur kær/sem lifað hefir áttatíu árin/og alltaf staðið hjarta
voru nær.“54 Í kvæðinu er talað um að hann hafi uppskorið sem hann sáði,
en hann virðist hafa sáð í trú á dulargáfur, og uppskorið álit samtímamanna
sem litu á hann sem andlegan meistara. Menn leituðu til Jóa með margs-
konar vandræði sín þótt hann væri kominn til ára sinna: „Ég sem þetta rita
veit a.m.k. um eitt dæmi þess að hann gat látið sig dreyma um bát sem óttast
var um í vondu veðri. Stóð allt heima sem Jóhannes sagði um það atvik. Þá
var hann um það bil 73 ára að aldri.“55
Lítið er til af annarskonar draumum en hinum stöðluðu tapað/fundið
draumum frá Drauma-Jóa, draumum sem ekki eru sérlega persónulegir en
þjóna hlutverki í umhverfi hans. Þó sendir hann Ágústi H. Bjarnasyni einn
óvenjulegan draum, óumbeðinn, sem svo birtist í Lesbókinni ásamt bréfinu.
Sá draumur er það sérstakur, samanborið við aðra drauma Jóhannesar, að
réttast er að birta hann í heild sinni:
Veturinn 1931 dreymdi mig eftirfarandi draum. Mjer fanst jeg vera
staddur á hæð nokkurri (sjónarhæð), og fór jeg að skygnast um,
hvort jeg þekti mig á þessum drauma-stað. En það var ekki. Jeg
horfði lengi yfir umhverfið, og gat að líta hið neðra velli fagra og
sljetta, prýdda þeim gróðri, er mjer virtist fullkomnari en jeg og við
norðlendingar eigum að venjast. Hið efra var að líta heiðan him-
in og í fjarska hafið bjart og töfrandi. Í draumnum leið mjer ekki
sem best í fyrstu, vegna þess að jeg hafði áhyggjur af því að vera á
ókunnum stað, þar sem ekki gat að líta nein vegsummerki manna-
byggða. Þegar jeg er búinn að litast um þarna æðilengi, finst mjer
alt í einu, að jeg verða laus frá hæðinni og svífa upp í loftið blátt og
unaðslegt, án vængja, og skildi jeg ekkert, hvers vegna hinn jarð-
bundni líkami minn væri nú alt í einu orðinn svo ljettur. Umhverfið
víkkaði stöðugt og sjóndeildarhringurinn varð víðsýnni. Jeg sá báta
margir drauma Jóa sem fjalla um hvernig hann finnur glataða hluti fólks: Hermann
Jónasson, Dulrúnir, Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg, 1914, bls 202–206. Her-
mann veltir fyrir sér svipuðum hlutum og Ágúst í tilrauninni á Drauma-Jóa þegar
hann biður níels Guðnason bónda á Valshamri að spyrja Harald níelsson prófessor
þegar hann gistir hjá honum um drauma og: „[…] hvernig honum virtist ástand sitt
í svefninum og hvort honum virtist sálin fara úr líkamanum.“ Hermann Jónasson,
Dulrúnir, bls. 206.
54 Halldór Benediktsson, „Drauma-Jói áttræður“, Árbók Þingeyinga 26: 1/1985, bls.
153.
55 Hólmsteinn Helgason, „Drauma-Jói“, bls. 175.