Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 178
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
257
og dýrum.76 Þarna er hann á slóðum samtímamanna en í kringum aldamótin
nítjánhundruð var, líkt og Benedikt Hjartarson bendir á í umfjöllun sinni
um nýalsspeki Helga Pjeturssonar, gjaldgeng í alþýðlegri vísindaumræðu
hugmyndin um eterinn/ljósvakann sem „einskonar miðil sem bar eða leiddi
ósýnilegar bylgjur – hvort sem um var að ræða ljósbylgjur, rafbylgjur, hljóð-
bylgjur eða t.a.m. heilabylgjur.“77 Í Drauma-Jóa birtist ljósvakakenningin og
rökræðan við andatrúarmenn strax í fyrsta kafla:
[…] orðið „hugsana-flutningur“ er rangnefni – því að það eru ekki
einasta hugsanir manna, heldur og skynjanir þeirra, tilfinningar og
tilhneigingar, er stundum geta borist þannig frá manni til manns,
heldur er hitt miklu líklegra, að það séu einhverskonar öldur, t.d.
hinar fíngervustu ljósvakaöldur, er berist frá manni til manns og
veki hjá þeim sviplíkt sálarástand. Þar eð nú hugarástand þess, sem
sendir, vekur þessar öldur og þær hafa áhrif á móttakanda, […] Þótt
það sé nú vísindalega sannað, að slík fjarhrif geti átt sér stað, þá
geta þau oft ekki skýrt þessa fjarvísigáfu, t.d. þegar um týnda muni
er að ræða, sem enginn lifandi maður veit um. andatrúarmenn eru
nú raunar ekki lengi að skýra þetta frekar en annað með þeirri alls-
herjar-skýringu sinni, að slík vitneskja stafi þá af „hugsanaflutn-
ingi“ frá sálum framliðinna […] er næsta ólíklegt að sálir fram-
liðinna hafi ekki annað að gera en að svipast eftir hverju smáræði,
er kann að týnast hér á jörðu.
Tilvitnunin sýnir hvernig viðurkenndar hugmyndir í alþýðlegri vísindaum-
ræðu ættaðar úr eðlisfræði um eterinn liggja til grundvallar hugmyndum
Ágústs, og hann á ekki erfitt með að samþykkja hugsanaflutning, og jafn-
vel tilvist sálna eftir dauðann, en hann vill ekki skýra tilvist dulrænna fyrir-
bæra með skírskotun til handanheima. Fyrir lesanda sem sér öll tormerki
á að hugsanaflutningur geti yfirleitt átt sér stað, lesanda sem Ágúst mundi
kannski kalla fullan af sleggjudómum,78 orkar það ekki sem röksemd fyrir
hugsanaflutningi að finna á fyrirbærinu betri skýringu en andatrúamenn, og
76 Sama heimild, bls 36–9.
77 Benedikt Hjartarson, „Magnan af annarlegu viti“, Ritið 1/2017, bls. 124.
78 „nú munu raunar sumir segja, að þetta sé þarfleysa, því að gáfa þessi sé alls ekki til.
Til þess að svara þessum mönnum og öðrum, sem jafnan hafa sleggjudóma sína á
reiðum höndum, skal ég nú að lokum skýra frá nokkrum erlendum tilraunum, er
gerðar hafa verið við menn í dáleiðsluástandi.“ Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls.
205.