Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 182
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
261
vel að því að hann segir sjálfur galdrasögu af afa sínum, sem tengir hann við
galdramannaættina sem rekja má allt til Einars á Skinnastöðum sem seiddi
til sín hval samkvæmt þjóðsögunni „Einar prestur galdrameistari“, sem finna
má í safni Jóns Árnasonar.86 Jóhannes skrifar Ágústi H. Bjarnasyni að eigin
frumkvæði og sendir drauma ásamt vottorðum sem eiga að sýna gáfu hans og
talar við marga um þá. Hann gengst við því að vera ekki bara berdreyminn,
heldur líka rammskyggn. Hólmsteinn Helgason segir að hann hafi margoft
séð fylgjuna Hlíðar Guddu, og að Jói hafi verið eini maðurinn sem hann vissi
um sem sá Tungubrest, draug sem einstaka menn heyrðu annars bara í.87
Hafi Drauma-Jói sagt báðar ofangreindar sögur, sem allt bendir til, ef
mark skal tekið á heimildum,88 þá verður ljóst að hann spinnur upp sögur.
að hann skuli gera það í þessu tilviki, gerir að verkum að allt annað sem um
hann er sagt tekur á sig annan blæ. Þá verður til dæmis áhugavert það sem
Hólmsteinn Helgason segir um hann:
Okkur bræðrunum sem þá vorum bara tveir, þótti Jói allra skemmti-
legasti gestur því hann kunni svo margar sögur og ævintýri, sem
86 Jón Árnason, Galdrasögur, þjóðsögur og ævintýri, úrval. Óskar Halldórsson sá um út-
gáfuna. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðjan hf., 1971, bls. 122–125.
87 Hólmsteinn Helgason, „Drauma-Jói“, bls. 168. Sé Drauma-Jói borinn saman við
Láru miðil þá einkenndi hana að hafa gaman af að sjá hve miklu fólk trúði. Páll
Ásgeir Ásgeirsson, Játningar Láru miðils, Reykjavík: JPV, 2005, bls. 187. Lára virðist
hafa verið sjúklegur lygari, (sama rit, bls. 154) en hluti „lyganna“ hefur stafað af
slöku minni, verið vegna heilsubrests, að hluta vegna floga (sama rit, bls. 189) og
margskonar áfalla, og vegna vangetu til að átta sig á grunnsannleika jafnvel varðandi
eigið líf. Sama rit, bls. 188.
88 Skrásetjari sögunnar í safni Einars Guðmundssonar er sagður vera Marinó Sigurðs-
son. Á vef Árnastofnunar; sagnagrunnur, þar sem finna má upplýsingar um fleiri
þúsund þjóðsögur, fylgja upplýsingar um skrásetjara þegar þær eru kunnar. Í þessu
tilviki liggja þær ekki fyrir, og væri áhugavert að vita meira um hver Marinó Sigurðs-
son var. Ósamræmið í sögum Drauma-Jóa á rót að rekja til þessarar sögu sem minnir
á hve mikilvægir skrásetjarar og heimildarmenn eru þegar lesendur vilja leggja mat
á inntak sagna, eða þegar skera þarf úr um hver bjó þær til, líkt og í þessu tilviki. Í
þessari ritgerð er gert ráð fyrir að heimildinni sé treystandi.
„Draumur stúlkunnar“ er annars sérstök samsetning, því umgjörð sögunnar er
hefðbundin frásögn um berdreymi í anda þjóðsagna; smalar finna ekki sauði, annar
þeirra sofnar, dreymir staðsetningu þeirra, og sauðirnir finnast. Þetta er algengt
sagnaminni, en svifið út í himinhvelfinguna inni í sögunni miðri, er innskot sem
minnir á frásagnir úr bókum um spíritisma. Sérstakt innskot úr svifdrauminum sem
hann sendi Ágústi 1936, sýnir að hann las nokkuð af slíkum verkum. Þegar hann sér
óendanlegt glerhýsi í himinhvolfunum segir hann: „Áleit jeg, að hús þetta væri bygt
úr hugarafli, því í svefninum mundi jeg eftir ýmsum bókum, er jeg hefi lesið um
andleg efni.“ Ágúst H. Bjarnason, „Skemtilegt sendibrjef frá DRaUMa-JÓa“, bls.
228–229.