Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 183
BJaRnI M. BJaRnaSOn
262
hann sagði okkur. Við vorum þá 6-10 ára. Við sátum stundum sinn
við hvora hlið hans og hlustuðum af mikilli athygli. Hann sagði vel
frá með skýrum og sterkum málróm. Þetta voru gömlu sögurnar
og ævintýrin sem voru húsgangar í hverri sveit og gamlar ridd-
arasögur, kónga- og drottningasögur, álfa- og útilegumannasögur,
þjóðsögur sem gengu mann frá manni og voru sagðar á kvöld-
vökum.89
Ef Drauma-Jói var sjálfmenntaður sagnamaður af alþýðustétt fyrst og
fremst, þá er óhætt að segja að honum hafi vegnað vel sem slíkum, þótt hann
hafi aldrei lært að skrifa. Hann varð kunnur í sinni sveit, sögur hans rötuðu
alla leið inn í kjarna akademíunnar, um hann var fjallað í þjóðsagnasöfnum,
blöðum og tímaritum, og hann var gerður heiðursborgari Sauðaneshrepps
þar sem hann naut virðingar á efri árum. Honum lánaðist að verða umtal-
aður erlendis, bæði í grein Ágústs H. Bjarnasonar „an Icelandic Seer“ sem
birtist í tímariti Breska sálarrannsóknarfélagsins, og sem efniviður í sýningu
Birgis andréssonar myndlistamanns, It´s Not Your Fault,90 sem sýnd var í Lu-
hring augustine galleríinu í new York.
Ú T D R Á T T U R
Í greininni er sagt frá fyrstu dularsálfræðirannsókninni á Íslandi. Hana framkvæmdi
Ágúst H. Bjarnason sumarið 1914 á Vopnafirði þegar hann rannsakaði meinta fjar-
skyggnigáfu Jóhannesar Jónssonar frá Ásseli, sem ævinlega var kallaður Drauma-Jói.
Skoðað er hvernig Ágúst kemst að því hvort ákveðnar sögur um eiginleika Drauma-
Jóa eru sannar eða ósannar. Sagt er frá eldri rannsókn á Drauma-Jóa, og saga hans
rakin í stærra samhengi til efri ára hans á Þórshöfn á Langanesi. Bréfaskrif Drauma-
Jóa til Ágústs 22 árum eftir tilraunina eru skoðuð. athugað er hvort heimildir leyfi
að frekari ályktanir en komu fram í rannsóknum á Drauma-Jóa séu dregnar um hann
og meinta fjarskyggnigáfu hans.
Lykilorð: Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, fjarskyggni (e. travelling clairvoyance),
dulsálarfræði, dulrænir eiginleikar, sálarrannsóknir, rannsóknaraðferðir, rannsókn
dularfullra fyrirbæra, draumar, þjóðsögur, trú og sannanir, ljósvakakenningin, eter-
inn, helgisögur.
89 Hólmsteinn Helgason, „Drauma-Jói“, bls. 164.
90 Sjá á heimasíðu gallerísins Luhring augustine, sótt 1. september 2020 af https://
www.luhringaugustine.com/exhibitions/its-not-your-fault?view=slider#2.