Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 192
Benedikt Hjartarson
Inngangur þýðanda
Þýska bókmennta- og miðlafræðinginn Friedrich A. Kittler (1943–2011)
má kalla einhvern umdeildasta en um leið áhrifamesta fræðimanninn á
sviði miðlarannsókna síðustu áratugi. Höfundarverkið, sem spannar vítt
svið allt frá forngrískri menningu og rómantískum bókmenntum til tækni-
sögu, stærðfræði, sálgreiningar, ópera Richards Wagner, verka Thomas
Pynchon og rokktónlistar, endurspeglar að nokkru leyti óvanalegan feril.
Kittler fæddist í bænum Rochlitz í Saxlandi en fluttist með fjölskyldu sinni
til Vestur-Þýskalands í lok sjötta áratugarins og lagði í framhaldinu stund á
þýskar nútímabókmenntir við háskólann í Freiburg. Á fyrstu árunum fékkst
hann einkum við mótunartímabil þýskra nútímabókmennta og áttu þær
áherslur eftir að fylgja vinnu hans á síðari tímabilum eins og sjá má í þeirri
grein sem hér birtist. Sjónarhorn Kittlers greinir sig allt frá upphafi frá
ríkjandi áherslum í þýskum bókmenntarannsóknum á þeim tíma. Skrifum
hans á þessu fyrsta tímabili verður best lýst sem orðræðugreiningu er sækir í
veigamiklum atriðum til skrifa Michels Foucault og beinir sjónum að menn-
ingar- og hugmyndasögulegum skilyrðum bókmenntaiðkunar. Foucault var
ekki eini fræðimaðurinn úr röðum franskra (póst)strúktúralista sem Kittler
átti þátt í að leiða inn í þýska fræðaumræðu á áttunda og níunda áratugnum.
Bent hefur verið á að greina megi þrjár meginstoðir í kenningum hans, en
þar er auk skrifa Foucaults átt við sálgreiningu Jacques Lacan og nýjar túlk-
anir franskra póststrúktúralista á heimspeki Friedrichs Nietzsche.1
Tengslin við heimspeki Nietzsches verða einkum áberandi um miðjan
1 Hans Ulrich Gumbrecht, „Mediengeschichte als Wahrheitsereignis. Zur Singulari-
tät von Friedrich A. Kittlers Werk“, Friedrich A. Kittler, Die Wahrheit der technischen
Welt. Essays zur Genealogie der Gegenwart, ritstj. Hans Ulrich Gumbrecht, Frankfurt
am Main: Suhrkamp, 2013, bls. 396–422, hér bls. 399–401.
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (163-188)
Þýðing
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.10
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).