Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 193
BeNeDIKT HJARTARSON
164
níunda áratuginn, þegar Kittler snýr sér í auknum mæli að rannsóknum
á sögu og þróun miðla. Kittler tekst þar á við margbrotið samband texta,
líkama og miðla og verður sú fullyrðing Nietzsches að „ritföng okkar
leggi sitt af mörkum til hugsana okkar“ meðal annars að nokkurs konar
leiðarminni í lykilriti hans um grammófóninn, kvikmyndina og ritvélina.2
Í skrifum sínum á sviði miðlasögu sækir Kittler þannig nokkuð til þeirrar
andhegelísku og sifjafræðilegu sýnar á sögulega framvindu sem finna má í
heimspeki Nietzsch es og gegndi mikilvægu hlutverki innan franska póst-
strúktúralismans. Lykilrit Kittlers frá miðjum níunda áratugnum eru helguð
tilkomu nýrra miðla um aldamótin 1800 og 1900 og þeim menningarlegu
og þekkingarlegu umskiptum sem þeim fylgja. Á tíunda áratugnum sneri
Kittler sér aftur á móti að samtímanum og umhverfi stafrænna miðla, auk
þess sem hann helgaði sig rannsóknum á forngrískri menningu.
Greinin sem hér birtist kom upphaflega út undir heitinu „Romantik –
Psychoanalyse – Film. eine Doppelgängergeschichte“ árið 1985,3 en á því
ári birtist einnig áhrifamikið rit Kittlers um „uppritunarkerfi“ nútímans.4
Ári síðar fylgdi hann því riti eftir með bókinni Grammophon Film Typewriter
(Grammófónn kvikmynd ritvél), þar sem hann réðist í ítarlegri greiningu
á tæknimiðlum og þekkingarumróti um aldamótin 1900. Það eru einkum
þessi tvö verk, ásamt lykilritgerðum frá sama tímabili, sem hafa unnið Kitt-
ler sess sem einn af brautryðjendum miðlafræðinnar, við hlið fræðimanna
á borð við Marshall McLuhan og Harold Innis,5 en með starfi sínu sem
prófessor á sviði „fagurfræði og sögu miðla“ við Humboldt-háskóla lagði
hann einnig grunn að þeim rannsóknum sem kenndar hafa verið við svo-
kallaðan „Berlínarskóla“. Áhrif Kittlers afmarkast þó ekki við skrif þeirra
sem unnið hafa beint með kenningar hans og gjarnan er talað um einskonar
víðtæk „Kittler-áhrif“ á sviði menningar- og miðlasögu. Í fyrsta lagi er þar
átt við það sjónarhorn sem beinist frá textagreiningu í átt að rannsókn á
miðlavistkerfi nútímans, í öðru lagi menningarsögulega afstöðu sem skorar
viðteknar hefðir túlkunarfræði og félagsfræði á hólm, í þriðja lagi það sér-
2 Friedrich A. Kittler, Grammophon Film Typewriter, Berlín: Brinkmann und Bose,
1986.
3 Textinn kom upphaflega út í Eingebildete Texte. Affairen zwischen Psychoanalyse und
Literaturwissenschaft, ritstj. Jochen Hörisch og Georg Christoph Tholen, München:
Wilhelm Fink. Textinn er meðal annars endurútgefinn í greinasafninu Die Wahrheit
der technischen Welt (bls. 93–112) og styðst íslenska þýðingin við þá útgáfu.
4 Friedrich A. Kittler, Aufschreibesysteme 1800 · 1900, München: Wilhelm Fink, 1985.
5 Sjá Nick Couldry, „Stafræn miðlun í ljósi félagsfræðinnar“, þýð. Magnús Örn Sig-
urðsson, Ritið 3/2014, bls. 329–385, hér bls. 342.