Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 194
INNGANGUR ÞýðANDA
165
stæða tungumál sem hefur (oft með háðsku ívafi) verið nefnt „Kittlerþýska“
(þ. Kittlerdeutsch).6 Þar er vísað til þess sérstæða málsniðs sem einkennir
skrif Kittlers, þar sem ægir saman nákvæmri og á köflum nokkuð formfastri
þýskri fræðahefð, torræðri og flúrmikilli málbeitingu úr smiðju franska póst-
strúktúralismans og loks tæknilegum íðorðaforða. Það er ekki síst þetta sér-
stæða tungumál sem gagnrýnendur hafa beint spjótum að þegar þeir hafa
sakað Kittler um vísvitandi torræðni, þar sem vísindastarfið verði að efnis-
rýrri „afþreyingu“ og snúist að lokum upp í „fræðilegar fantasíubókmennt-
ir“.7 Gagnrýnin er að nokkru leyti til marks um eðlilegt viðbragð, í ljósi
þess að ögrunin, sem oft tekur á sig mynd glannalegra fullyrðinga og ein-
faldandi framsetningar, má teljast megineinkenni á skrifum Kittlers. Í þessu
felst um leið aðdráttarafl textanna, sem brjóta með leikrænum hætti upp
viðtekin sjónarmið og sýna viðfangsefnið í nýju, oft óvæntu ljósi. Segja má
að Kittler feti einnig að þessu leyti í fótspor Nietzsches og „iðki heimspeki
með hamri“, en utangarðsstaðan og gagnrýnin á hefðbundið vísindastarf var
alla tíð snar þáttur í afstöðu hans – gildir þar einu hversu mjög starf hans var
á endanum samgróið þeim þekkingarstofnunum sem hann reis gegn. Á sama
hátt felur gagnrýnin í sér skiljanlegt viðbragð við fræðiskrifum sem skeyta
lítt um afmörkun ólíkra sérsviða. Að því leyti er freistandi að kalla Kittler
dæmigerðan póststrúktúralískan „markabrjót“ (þ. Grenzgänger) og tengja
verk hans um leið þeirri hefð menningarfræði sem leitast við að sporna gegn
hamlandi aðgreiningu sérfræðisviðanna, á þeim forsendum að hún byrgi
sýn á tengingar og heildarsamhengi. Tvíbent afstaða og hrekkvísi Kittlers
endurspeglast þó með skýrum hætti í svari hans við spurningu okkar Gauta
Kristmannssonar, þegar við tókum viðtal við hann í tilefni af fyrirlestri hans
hér á landi árið 2005 og inntum hann eftir því hvort hann liti á sig sem slíkan
markabrjót: „Markabrjótur er heillandi orð yfir það, að ég er náttúrulega
fúskari.“8
Mikilvægt framlag Kittlers á sviði miðlafræði blasir við þegar lykilrit
hans frá miðjum níunda áratugnum eru lesin til hliðar við skrif McLuhans.
Kittler hafnar þeirri meginforsendu að miðlarnir séu framlenging á skyn-
færum mannsins og telur hana fangna í „mannhverfri“ sýn er geri manninn
að „mælikvarða allra miðla“.9 Gegn slíku sjónarhorni teflir Kittler miðla-
6 Geoffrey Winthrop-Young, Friedrich Kittler zur Einführung, Hamburg: Junius,
2005, bls. 10.
7 Vitnað eftir Winthrop-Young, Friedrich Kittler zur Einführung, bls. 10
8 Óútgefið viðtal Gauta Kristmannssonar og Benedikts Hjartarsonar við Friedrich A.
Kittler, við Háskóla Íslands þann 6. september 2005.
9 Geoffrey Winthrop-Young og Annie van den Oever, „Rethinking the Materiality of