Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 195
BeNeDIKT HJARTARSON
166
fræði sem gengur út frá hugtökum á borð við vistun, yfirfærsla, gagnavinnsla
og vélbúnaður og leggur áherslu á sérstæða eiginleika þeirra tæknimiðla
sem móta efnislegan veruleika okkar. Í þessari „miðlafræði án mannfólks“,10
sem slítur sig frá hefð félagsfræðinnar og leggur grunn að „fornminjafræði
miðla“,11 má glögglega sjá hvernig skrif Kittlers spretta úr sifjafræðilegri
gagnrýni franska póststrúktúralismans, með áherslum hennar á upprætingu
hugverunnar. Áherslan færist frá manninum yfir á „uppritunarkerfin“, sem
Kittler skilgreinir sem flókinn vef tæknimiðla og stofnana er geri kleift að
velja, vista og framleiða gögn og veiti um leið innsýn í valdaformgerðir sam-
félagsins.12 Leitast er við að varpa ljósi á hvernig skynjun, vitundarhættir og
miðlun mótast samhliða og hvernig miðlar innrétta eða öllu heldur„innrita“
vitundina. Hér skín í gegn andhúmanísk afstaða, sem birtist einnig með
skýrum hætti í titli greinasafns sem Kittler gaf út snemma á ferlinum, þar
sem kallað var eftir „útrekstri andans“ eða „hugans úr hugvísindunum“.13
Ólíkt orðræðugreiningu Foucaults, sem kenning Kittlers leggur út af, beinir
hin nýja miðlafræði athyglinni að efnislegum skilyrðum allra boðskipta í
miðlavistkerfi nútímans, en í því samhengi er gjarnan vitnað til upphafsorða
ritsins Grammophon Film Typewriter, þar sem Kittler fullyrðir að „miðlar skil-
yrði stöðu okkar“. Þannig er sifjafræði Foucaults tekin skrefinu lengra, í átt
að greiningu á hinum efnislega grunni sjálfrar orðræðunnar í tæknimiðlum
nútímans. Í brennidepli eru efnisleg skilyrði þeirra tæknimiðla sem taldir
eru mynda „hinn blinda blett“14 innan sviðs hugvísindanna, sem grundvallar
starf sitt á hugtökum á borð við sálarlíf, hugvera, maður og andi.
Hér kann að vakna sú spurning, hvaða vægi slík miðlafræði sem víkur
Technical Media. Friedrich Kittler, enfant Terrible with a Rejuvenating effect on
Parental Discipline. A Dialogue“, Technē / Technology. Researching Cinema and Media
Technologies – Their Development, Use, and Impact, Amsterdam: Amsterdam Univer-
sity Press, 2014, bls. 219–239, hér bls. 235.
10 John Durham Peters, „Introduction. Friedrich Kittler’s Light Shows“, Friedrich
Kittler, Optical Media. Berlin Lectures 1999, þýð. Anthony enns, Cambridge og Mal-
den: Polity, 2010, bls. 1–17, hér bls. 5.
11 Winthrop-Young og van den Oever, „Rethinking the Materiality of Technical
Media“, bls. 219.
12 Sjá nánar Geoffrey Winthrop-Young og Michaels Wutz, „Translators’ Introduc-
tion. Friedrich Kittler and Media Discourse Analysis“, Grammophone Film Typewri-
ter, þýð. Geoffrey Winthrop-Young og Michaels Wutz, Stanford: Stanford Univer-
sity Press, 1999, bls. xi-xxxviii, hér einkum bls. xxiii-xxiv.
13 Friedrich A. Kittler (ritstj.), Austreibung des Geistes aus den Geisteswissenschaften. Pro-
gramme des Poststrukturalismus, Paderborn og Vín: Schöningh, 1980.
14 Winthrop-Young og van den Oever, „Rethinking the Materiality of Technical
Media“, bls. 228.