Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 198
169
Friedrich Kittler
Rómantík – sálgreining – kvikmynd
Um sögu tvífarans
Á vetrarnóttu árið 1828 rakst rómantískt skáld, raunar ekki eitt þeirra
stærstu, á anda skáldskaparins. Adelbert von Chamisso, drykkjufélagi Hoff-
manns og Contessas, Hitzigs og Fouqués í Berlín, hafði eina ferðina enn
setið að víndrykkju í hópi þeirra Serapions-bræðra. Venjubundið „svallið“1
stóð fram undir miðnætti. Þá læddist „lúinn svallarinn“, eins og Chamisso
lýsir ástandi sínu, heim eftir götum stórborgarinnar og bergmálið af ein-
manalegu fótataki hans fylgdi honum.
en heim eða heima er ekki alltaf – samkvæmt Freud raunar aldrei2 – and-
stæða unheimlich eða hins ókennilega. Þegar Chamisso kemur að gluggunum
heima fyrir, sér hann eða ímyndar sér ljós í vinnuherberginu. Hann er „sem
steini lostinn“ af ótta, tvístígur fyrir framan dyrnar, og það er ekki fyrr en
hann hefur tekið djarfa ákvörðun um að hrekja burt drykkjuórana sem hann
lýkur upp – til þess eins að sjá það sem bergmálið hafði þegar gefið til kynna:
hann á sér tvífara.
Tvífarinn er andi skáldskaparins. Á meðan rómantísku skáldin sátu enn
saman og „klingdu glösum“, til að kalla fram af nokkurri fagmennsku þann
1 Adelbert von Chamisso, „erscheinung“, Gesammelte Werke in vier Bänden, Stuttgart,
1828, 2. bindi, bls. 13–15.
2 Sjá Sigmund Freud, „Das Unheimliche“ [1919], Gesammelte Werke. Chronologisch
geordnet, London: Imago, 1940–1987, 12. bindi, bls. 229–237. Með því að taka
tungumálið bókstaflega fetar Freud vel að merkja í fótspor fyrirrennara síns. ernst
Jentsch, sem óteljandi túlkendur Freuds nú til dags eru auðvitað hættir að lesa, lítur
ekki á „anda tungumálsins“ sem „sérlega öflugan sálfræðing“ almennt, en í tilfelli
orðsins unheimlich getur hann ekki annað en borið síðbúið lof á þýska tungu fyrir
„nokkuð heppilega orðmyndun“ (ernst Jentsch, „Zur Psychologie des Unheim-
lichen“, Psychiatrisch-neurologische Wochenschrift 22/1906, bls. 195). [Sjá hér einnig
íslenska þýðingu Sigurjóns Björnssonar á texta Freuds: „Hið óhugnanlega“, Listir
og listamenn, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004, bls. 191–233. Í þeirri
þýðingu á grein Kittlers sem hér birtist er hugtakið „ókennd“ eða „hið ókenni-
lega“ notað yfir hugtakið „das Unheimliche“ hjá Freud. Nokkuð ólíkar hefðir hafa
skapast í hugtakanotkun á íslensku og er ýmist vísað til „hins ókennilega“ eða „hins
óhugnanlega“ þegar vísað er til umrædds hugtaks Freuds í íslenskri fræðiumræðu.]