Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 199
FRIeDRICH KITTLeR
170
innblástur sem gat síðan af sér ljóð á borð við „erscheinung“ („Svipurinn“)
eftir Chamisso, hafði annar svipur fyrir löngu tekið sér stöðu við skrif-
púlt fagmannsins. Af þessum sökum er ljósið í vinnuherberginu ekki óráð
rómantíska skáldsins, heldur forsenda þess að tvífari skáldsins geti unnið.
Af þessum sökum uppsker jafnframt spurning Chamissos – „hver ertu aftur-
ganga?“ – ekkert svar, heldur er spurt á móti: „Hver raskar þannig ró minni á
lágnætti?“ Í augum tvífara sem hefur dvalið allt kvöldið við lestur og skriftir
eða að minnsta kosti einhvers konar ritstörf við púltið, hljóta lúnir svallarar
sannarlega að virðast sem draugar á lágnætti.
Allir skipta um hlutverk og – kenning Lacans um spegilstigið og sam-
sömun systkina hefði getað sagt fyrir um þetta – það stefnir í einvígi.
Skáldið og tvífarinn bregða bröndum eða öllu heldur orðum, nánar til
tekið þríhendum. Öllu vindur fram líkt og þessir ósáttu bræður heiti ekki
Chamisso og Chamisso, heldur Sósías og Merkúr. Deilan snýst um að „gera
ferning úr hring“, sem getur „valdið sturlun“, um að útilokað sé að sanna að
viðkomandi sé Chamisso. Fyrir þessu er sú einfalda ástæða að hvorki passa-
myndir né fingrafaraspjöld, hvorki niðurstöður mannmælinga né gagna-
bankar eru komin til sögunnar árið 1828 og andstæðingarnir neyðast því til
að halda sig við tungumál og skáldskap. Þar sem ekki verða færðar sönnur
á persónuleikann sammælast þeir um að hvor um sig skilgreini sjálfan sig
og bíði útkomunnar. Báðir lýsa þeir tilveru sinni, fyrst Chamisso, síðan tví-
farinn.
Það sem Chamisso kemur í hug er skáldskapur og helber klisja, það eina
sem kemur á óvart er að orðin skuli koma úr munni með kaupstaðarlykt.
Hann segir: „Ég er þess konar maður, sem aðeins sækist eftir hinu fagra,
góða og sanna.“ Það sem tvífaranum kemur í hug er frumlegt og gagnort,
ekki síst við þessar aðstæður, við skrifpúlt skáldsins. Hann segir: „Ég er hug-
laus og hraðlyginn púki.“
Þetta er ósvífni á mörkum skáldskapar, sem í besta falli leyfist í
þríhendum og býr þess vegna yfir feiknakrafti. Chamisso muldrar með
herkjum að tvífarinn sé Chamisso, hinn rétti Chamisso, síðan stendur hann
á ný afhjúpaður og grátstokkinn úti í nóttinni í Berlín – en að þessu sinni til
frambúðar, því þríhendunum og ljóðinu „erscheinung“ er lokið.
Sagan heldur ekki áfram fyrr en 1914, áttatíu og sex árum síðar. ekki
lengur í þríhendum, heldur í vísindalegum prósa. Otto Rank, bókmennta-
sögulegur ráðgjafi eða aðstoðarmaður Freuds, grefur upp tvífarareynslu
Chamissos ásamt fjölda annarra. Afleiðingin er sú að drykkjusögur róman-
tíkurinnar verða ómissandi þáttur vísindanna á þeirri öld sem er gengin í