Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 204
RÓMANTÍK – SÁLGReINING – KVIKMYND
175
sýnilegum heimi innra með okkur.“15 Hlaupið var yfir bókstafinn og bók-
inni gleymt, uns sjónblekking birtist einhvers staðar á milli línanna: hreint
táknmið prentletursins. Tvífari klassísku rómantíkurinnar varð með öðrum
orðum til á skólabekknum, þar sem menn lærðu að lesa rétt.
Ljóðbálkurinn „Nuit de décembre“ („Desembernótt“) eftir Musset – þar
sem skáldið er látið hitta tvífara sinn aftur og aftur, í öðru hverju erindi eða
annað hvert ár – hefst á erindi sem Rank nefnir ekki, en hann hélt mikið upp
á ljóðið:
Du temps que j’étais écolier,
Je restais un soir à veiller
Dans notre salle solitaire.
Devant ma table vint s’asseoir
Un pauvre enfant vêtu de noir,
Qui me ressemblait comme un frère.16
[Á námsárum mínum
vakti ég fram eftir eitt kvöld
í einmanalegri stofunni.
Fyrir framan borð mitt settist
vesælt barn, klætt í svart,
mér líkt sem minn eigin bróðir.]
Vesælt, svartklætt barnið er hvorki kallað fram af sjálfsást né sjálfi og það
boðar hvorki dauða né ódauðleika. Allt er mun einfaldara en sálgreininguna
dreymir um. Svartklætt barnið er vesældarlegt af þeirri einföldu ástæðu að
það er fórnarlamb allsherjar lestrarkennsluátaks sem reið yfir Mið-evr-
ópu um aldamótin 1800. Frá þeim tíma þegar nýjar, barnvænar aðferðir í
lestrarkennslu taka að lífga upp á stafrófið og gera það skynjanlegra, frá þeim
tíma þegar fólk hættir að upplifa bókstafina sem valdbeitingu og aðskota-
hlut, getur það einnig trúað því að bókstafirnir tákni það sjálft. Lacan kall-
aði þetta „alphabêtise“.17 Og Baudelaire, líkt og hann vildi aftákna drauga
15 Novalis, „Fragment von 1809“, Schriften, ritstj. Paul Kluckhohn og Richard Samuel,
Stuttgart, 1960–1975, 3. bindi, bls. 377.
16 Alfred de Musset, „La Nuit de décembre“ [1835], Œuvres complètes, ritstj. Philippe
van Tieghem, París, 1963, bls. 153.
17 [Orðaleik Lacans verður illa komið til skila í þýðingu. Franska orðið alphabêtise vísar
í senn til orðsins alphabet sem merkir „stafróf“ og orðsins bêtise, sem þýðir „heimska“
eða „vitleysa“.]