Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 206
RÓMANTÍK – SÁLGReINING – KVIKMYND
177
smekkvísa vegfaranda“, eins og Mallarmé kallaði „uppfinningu“ sína, bif-
reiðin sem myndavél á ferð.20
Þetta er þó fyrst og fremst sýn rithöfundar sem lokaði sínum eigin miðli,
skriftinni, kerfisbundið fyrir sjónblekkingum og áhrifum tvífara. Í skoðana-
könnun svaraði Mallarmé spurningunni um myndskreyttar bækur afdráttar-
laust neitandi og spurði á móti: „Hvers vegna leitið þið ekki heldur beint
til kvikmyndatökuvélarinnar, sem með myndarunum sínum mun koma í
stað margra bóka, með texta og mynd, og bæta um betur?“21 Hér er heldur
ekki töluð nein tæpitunga. Frá árinu 1895 greinast í sundur annars vegar
myndalaus tilbeiðsla prentletursins, sem kallast hábókmenntir, og hins vegar
fjöldi tæknimiðla sem vélvæða myndirnar, líkt og járnbrautarlestin eða kvik-
myndin. Bókmenntirnar reyna ekki einu sinni lengur að keppa við undur
afþreyingariðnaðarins. Þær afhenda vélunum töfraspegil sinn.
Þetta og aðeins þetta skýrir skelfingu prófessoranna Machs og Freuds,
þegar gamaldags prentmiðillinn þarf, jafnvel fyrir þeirra eigin sjónum, að
víkja í nokkur sekúndubrot fyrir kvikmynd hins svokallaða veruleika. Með
tækninni innleiða þöglu myndirnar í reynd það sem sálgreiningin getur að-
eins hugsað: dulvitund sem á sér engin orð og er ekki viðurkennd af hans
hátign, sjálfinu.
Heimska kvikmyndarinnar er einmitt það sem gerir hana að kjörnum
staðgengli margra bóka, einkum frá rómantíska tímanum. Hún getur vistað
líkama sem, eins og menn vita, eru jafn heimskir. Þegar Pétur konungur yfir
ríkinu Popo lét leita að syni sínum sem hafði strokið, í síðasta rómantíska
skopleiknum, voru löggæslumenn stórhertogans í Hessen ekki öfundsverðir.
Þeir höfðu ekkert í höndunum nema „tilskipun, útlitslýsingu, vitnisburð“
um mann: „gengur á tveimur fótum, hefur tvær hendur, að auki munn, nef,
tvö augu, tvö eyru. Sérkenni: er stórhættulegur einstaklingur.“22 Skáldskap-
20 Stéphane Mallarmé, „Sur le beau et l’utile“, Œuvres complètes. París: Gallimard,
1945, bls. 880. Raungervingu þessarar myndavélar á ferð, fyrir tíma tækninnar, má
finna í róðrinum í prósaljóði Mallarmés, „Le Nénuphar blanc“ (Œuvres complètes,
bls. 283–286). Um kvikmyndir og bílferðir í víðara samhengi, sjá einnig: Paul Viri-
lio, Essai sur l’insécurité du territoire, París, 1976, bls. 251–257.
21 Mallarmé, „Sur le livre illustré“, Œuvres complètes, bls. 878.
22 Georg Büchner, „Leonce und Lena“ [1838], Sämtliche Werke und Briefe, ritstj. Wer-
ner R. Lehmann, Hamborg, 1967–1971, 1. bindi, bls. 140. Slíkar tilskipanir lög-
gæslusveita virðist mega rekja aftur til tíma háeinveldisins. Tilskipunin um Büch ner
sjálfan sýnir að hann skopstælir þær á grundvelli eigin reynslu: „Tilskipun. Maður-
inn sem hér er lýst, Georg Büchner, læknastúdent frá Darmstadt, hefur komið sér
undan dómsrannsókn á meintri þátttöku hans í landráðastarfsemi með því að yfir-
gefa föðurlandið. Af þeim sökum biðjum við nú yfirvöld hérlendis og erlendis að