Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 207
FRIeDRICH KITTLeR
178
urinn gekk þetta langt og einmitt þetta langt þegar vista þurfti líkama – til
almenningsins í gervi einstaklings í skissu Meisters, en ekki lengra. Kvik-
myndin (eins og afbrotafræðin og sálgreiningin) tilheyrir aftur á móti þeirri
nútímatækni við gagnaöflun sem að mati Ginzburgs gernýtir valdið til að
stjórna líkömum.23
Fyrir þessu eru sannanir: allir heimsku eða sturluðu, vangefnu eða
móðursjúku líkamarnir sem fyrstu þöglu myndirnar láta fylkjast fram. Hver
og einn er skuggi líkamans sem er kvikmyndaður, eða í stuttu máli sagt:
tvífari. Með smávægilegri tilfærslu tökuvélarinnar hefði Pétur konungur
fengið óhrekjanlegt og ófalsanlegt vottorð sonarins Leonce, þar sem hann
þýtur um náttúruna eins og rómantískur leikari. Sá sem trúir því að bókstafir
tákni hann sjálfan er einfaldlega dreginn á tálar. Sá sem er kvikmyndaður
er aftur á móti dreginn fyrir dóm, þótt það sé aðeins frammi fyrir hreyfan-
legum spegli eins og í tilviki Freuds. Í kvikmyndinni virðast allar sögufléttur
heimskulegri, á hljóðupptökunni, sem ekki hefur beinheyrn frá barkakýlinu,
hafa raddirnar enga sál, á vegabréfsmyndunum er aðeins hægt að sjá andlit
afbrotamanna – ekki vegna þess að miðlarnir ljúgi, heldur vegna þess að þeir
brytja niður sjálfsástina í okkar eigin líkamsmynd.
Miðlar eru söguleg stigmögnun ofbeldis, sem knýr þá sem því eru beittir
til allsherjar vígbúnaðar. Fyrsti kenningasmiður ókenndarinnar virðist hafa
haft skýrara hugboð um þetta en gagnrýnandi hans, Freud. Þegar árið 1906
líkti ernst Jentsch ofsahræðslunni frammi fyrir vélmennum eða tvíförum við
fall „varnarstöðu“, við „skort á vörnum á ólíkum stigum stríðs“, sem sam-
kvæmt spádómi Jentsch „tekur engan endi“.24
UFA, þýska kvikmyndasamsteypan, var sem kunnugt er stofnuð 1917
undir vernd Mynda- og kvikmyndadeildar stóra herforingjaráðsins, að til-
handtaka hann ef til hans næst og færa hann í varðhaldi til neðangreinds staðar.
Darmstadt, þann 13. júní 1835. Hirðdómsfulltrúi Georgi, skipaður rannsóknar-
dómari stórhertogadæmisins í héraði Oberhessen. Mannlýsing. Aldur: 21 ár, hæð:
6 fet, 9 tommur samkvæmt nýjum mælieiningum Hessen, hár: ljóst, enni: mjög
hvelft, augabrúnir: ljósar, augu: grá, nef: sterklegt, munnur: lítill, skegg: ljóst, haka:
hringlaga, andlit: sporöskjulaga, andlitslitur: hraustlegur, líkamsvöxtur: kraftalegur,
grannur. Sérkenni: nærsýnn.“ Fylgiskjal með Frankfurter Journal, nr. 166, fimmtu-
daginn 18. júní 1835. Ljósprent í: Georg Büchner, Leben, Werk, Zeit. Ausstellung zum
150. Jahrestag des „Hessischen Landsboten“ (sýningarskrá), Marburg, 1985, bls. 203.
23 Sjá nánar: Carlo Ginzburg, „Indizien. Morelli, Freud und Sherlock Holmes“ [1983],
Der Zirkel oder im Zeichen der Drei. Dupin, Holmes, Pierce, ritstj. Umberto eco og
Thomas A. Sebeok, München, 1985, bls. 125–179.
24 Jentsch, „Zur Psychologie des Unheimlichen“, bls. 205.