Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 208
RÓMANTÍK – SÁLGReINING – KVIKMYND
179
skipun fyrsta yfirherforingjans og fótgönguliðsforingjans erichs Luden-
dorff.25 Það er varla að furða að fjölmiðlastríðið taki engan endi. Í Víetnam
voru sérsveitir eins og fótgöngulið bandaríska sjóhersins aðeins reiðubúnar
að gera árás og leggja lífið að veði með því skilyrði að NBC, CBS eða ABC
hefði sjónvarpstökulið á staðnum.26 einmitt sú staðreynd að líkami var rifinn
í sundur af handsprengjum Víetkong gerði tvífara hans í kvöldfréttunum
ódauðlegan. Apocalypse Now eða allsherjar vígbúnaður…
Sundurlimaður líkami Lacans verður staðreynd þegar kvikmyndatöku-
vélarnar, með vængskífum sínum og möltukrossum, taka að brytja niður
líkamann frammi fyrir leitaranum – lífheimspekinni skiljanlega til nokkurs
ama27 – til að skjóta sínar tuttugu og fjórar myndir á sekúndu. Hann kemur
í stað hinnar heilsteyptu persónu, sem skáldskapur klassískrar rómantíkur
vegsamaði eða framleiddi. Hringbogi móðursýkinnar, þetta lífeðlisfræðilega
form allsherjar vígbúnaðar, var ekki aðeins leiddur í ljós af starfsliði og hendi
Charcots, sem hann var, eins og menn vita, svo greiðvikinn að leiða um
kviðarhol og eggjastokka kvensjúklinga sinna.28 Geðlæknirinn mikli var nú-
tímalegri en þetta og greindi frá því. Salpêtrière-sjúkrahúsið gat í fyrsta sinn
í sögu læknisfræðinnar aflað sönnunargagna um móðursýkina og þessa stað-
reynd átti það að þakka nýjum vélum og vélamönnum, sem höfðu breytt
niðurníddu geðsjúkrahúsi í París í tilraunastofu.29 Vélfræðingur Charcots,
Albert Londe, sem einnig fann upp Rolleiflex-myndavélina, bjó þegar árið
1883 til myndavél með níu eða tólf linsum, sem smellti af röð svipmynda
og var stýrt af taktmæli – með öðrum orðum: kvikmyndir avant la lettre.
Viðfang þessarar brytjunar: móðursjúku konurnar á Salpêtrière – áhorfandi
þessarar brytjunar: hinn ungi Sigmund Freud.30 Hringbogi móðursýkinnar
25 Sjá nánar: Walter Görlitz, Kleine Geschichte des deutschen Generalstabes, Berlín, 1967,
bls. 194 o.áfr. Vitnað er í texta Ludendorffs í: Ludwig Greve, Margot Pehle og
Heidi Westhoff (ritstj.), Hätte ich das Kino! Die Schriftsteller und der Stummfilm. Eine
Ausstellung des Deutschen Literaturarchivs im Schiller-Nationalmuseum. Marbach a.N.
vom 24. April bis 31. Oktober 1976, München, 1976, bls. 75.
26 Sjá: Michael Herr, An die Hölle verraten (Dispatches), München, 1979, bls. 228 o.áfr.
27 Sjá: Henri Bergson, L’Évolution créatrice, París, 1923 [1907], bls. 330 o.áfr.
28 Sjá: Michel Foucault, Sexualität und Wahrheit, 1. bindi: Der Wille zum Wissen, Frank-
furt am Main, 1987 [1976], bls. 73 o.áfr.
29 Sjá: Jean-Martin Charcot, Œuvres complètes, París, 1880–1893, 1. bindi.
30 Upplýsingar um Albert Londe (1858–1917) eru sóttar í: Hrayr Terzian, „La fotog-
rafia psichiatrica“, Nascita della fotografia psichiatrica, ritstj. Franco Cagnetta, Fen-
eyjar, 1981, bls. 39. Upplýsingar um „móðursýkis-kvikmyndir“ hans eru sóttar í:
Joël Farges, „L’Image d’un corps“, Communications 23/1975: Psychanalyse et cinéma,
bls. 89.