Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 210
RÓMANTÍK – SÁLGReINING – KVIKMYND
181
Þannig segir niðurstaða Todorovs í Introduction à la littérature fantastique
(Inngangur að fantasíubókmenntum) aðeins hálfan sannleikann:
Sálgreiningin hefur komið í stað fantasíubókmennta (og þar með
gert þær óþarfar). Viðfangsefni fantasíubókmennta hafa bókstaflega
orðið viðfang rannsókna á sviði sálgreiningar síðastliðin fimmtíu
ár. Hér nægir að nefna að tvífarinn varð þegar á dögum Freuds við-
fangsefni sígildrar greiningar (Der Doppelgänger eftir Otto Rank).32
Todorov hefur rétt fyrir sér þegar hann segir rómantíska tvífarann hafa gefið
upp öndina um aldamótin 1900. en það er með öllu ótrúverðugt að kenn-
ingin ein geti veitt slíkt náðarhögg. Reynslubundið og forskilvitlegt tvítakið
sem kallast maður, þessi grunnhugmynd hinnar rómantísku fantasíu, brestur
ekki fyrr en undan samhliða áhlaupi vísinda og iðnaðar. Sálgreiningin sann-
reyndi þessar skugga- og spegilmyndir hugverunnar með sjúkdómsgrein-
ingu, kvikmyndin innleiddi þær með tækni sinni. Frá þeim tíma eiga þær
bókmenntir, sem vilja vera bókmenntir, ekkert annað eftir en écriture – skrif
án höfundar. enginn getur lengur lesið tvífara – og það þýðir: möguleika til
samsömunar – út úr prentletri.
Draugar deyja ekki, sem kunnugt er, og þannig varð til ný fantasía til
hliðar við bókmenntirnar. Kvikmyndalistin og handritshöfundar hennar
ganga inn í eyðurnar sem rómantíkin skilur eftir sig. Fyrsti kenningasmiður
kvikmyndarinnar áttaði sig nefnilega á því að í kvikmyndinni „verður sér-
hver draumur að veruleika“.33 Fyrirheitið sem skáldskapurinn gaf en gat
32 Tzvetan Todorov, Einführung in die fantastische Literatur, München, 1972, bls. 143
(tilvitnun stytt).
33 Hugo Münsterberg, The Photoplay. A Psychological Study, 1916. endurprentuð undir
heitinu The Film. A Psychological Study. The Silent Photoplay in 1916 (ritstj. Richard
Griffith, New York, 1970, bls. 15): „Tekist hefur að tryggja ríkuleg listræn áhrif og á
meðan hvert einasta ævintýraverk á sviði er klunnalegt og næstum ófært um að skapa
blekkingu, sjáum við í kvikmyndinni hvernig manneskja ummyndast raunverulega
í dýr og blóm í stúlku. Myndbrellunum sem færir sérfræðingar geta fundið upp eru
engin takmörk sett […] Sérhver draumur verður að veruleika.“ Hægt er að sann-
reyna kenningu Münsterbergs á ótvíræðan hátt, með því að líta til einmitt þeirra
bókmennta sem leikna kvikmyndin leysir af hólmi frá 1895. Í hreinræktaðri skáld-
sögu rómantíkurinnar, Heinrich von Ofterdingen eftir Hardenberg, dreymir sögu-
hetjuna eins og kunnugt er blátt blóm: „Loks vildi hann nálgast það, tók það þá
skyndilega að hreyfast og breytast; laufin glitruðu og hjúfruðu sig að vaxandi stöngl-
inum, blómið hneigði sig í átt til hans, krónublöðin mynduðu útbreiddan kraga og
innan í honum sveimaði blíðlegt andlit.“ (Novalis, Schriften, 1. bindi, bls. 197).