Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 212
RÓMANTÍK – SÁLGReINING – KVIKMYND
183
keisaradæmisins – með áhrifum sínum innræta þær nýtt valdafyrirkomulag:
how to do things without words [að gera hluti án orða].37
Kvikmynd Lindaus, Der Andere (Hinn), sýnir persónu ríkissaksóknara
sem lífeðlisfræðileg röskun á heilastarfsemi hefur klofið í saksóknara og
afbrotamann, veiðimann og bráð. Með öllum tiltækum röksemdum geð-
lækninganna og öllum vopnum afbrotafræðinnar er barið inn í gamaldags
embættismanninn að hugmynd hans um lögpersónuna (og ekki aðeins
lögpersónuna) sé orðin úrelt, þegar jafnvel sé orðið hægt að afla þögulla
gagna um líkamann. Kvikmyndin fjallar um öfl sem hún sjálf tilheyrir.38
Það er fyllilega rökrétt að galdramáttur Löws rabbína í Der Golem (Gó-
leminum) eftir Wegener komi í ljós þegar hann sýnir Rúdolf keisara kvik-
mynd-innan-kvikmyndarinnar (þetta hefur Vilhelm keisari, fjölmiðla-
fyrirbærið frá 1914, áreiðanlega kunnað að meta). Samkvæmt forskrift
Wegeners að tæknimiðlum verður „tökuvélin að vera hið eiginlega skáld
kvikmyndarinnar. Möguleikinn á síbreytilegu sjónarhorni fyrir áhorfand-
ann, óteljandi brellur með speglun og svo framvegis – í stuttu máli sagt:
tækni kvikmyndarinnar – verður að vega þungt þegar inntakið er valið.“39
Sú staðreynd að Löw rabbíni getur búið til sjálfvirkt vélmenni sem kallast
gólem (eða Wegener), tákngerir því varla (líkt og kvikmyndasagnfræðingar
halda fram) „áhættu alræðis, sem hin ríkjandi stétt kemur tímabundið á
undir eigin stjórn en snýst síðan gegn stofnendum sínum“.40 Gólemar eru
hættulegir, óháð „mesta kvikmyndagerðarmanni allra tíma“ (Syberberg),
skyni skroppnir tvífarar manns sem hætti að vera til þegar miðlar fóru að
geta komið í stað miðtaugakerfis.
Þegar kvikmynd hefst í myrkvuðum sýningarsal sem minnir á
loftvarnabyrgi (eina fyrirmynd hans í listasögunni getur hafa verið hátíðar-
37 [Hér má greina íróníska vísun í þekkt verk J.L. Austin, How to Do Things with Words,
eitt af lykilritum þeirrar fræðihefðar innan málheimspeki sem kennd er við talat-
hafnarkenningar eða speech act theory].
38 „Leikrit í fjórum þáttum“ eftir Paul Lindau, sem kvikmyndin byggir á og ég sé mig
tilneyddan að vitna í, notar ljósmyndir sem myndhvörf fyrir kvikmyndina. Sjá: Paul
Lindau, Der Andere, Leipzig, 1893 [1906], bls. 22 og 81. Lindau, einn fyrsti notandi
ritvélarinnar úr röðum þýskra höfunda, var vel að merkja einn þeirra höfunda sem
hinn ungi Freud las. Sjá: ernest Jones, Sigmund Freud, Leben und Werk, ritstj. Lionel
Trilling og Steven Marcus, Frankfurt am Main, 1969, bls. 182.
39 Paul Wegener, Die künstlerischen Möglichkeiten des Films, 1916. Hér vitnað eftir: Kai
Möller, Paul Wegener. Sein Leben und seine Rollen, Hamborg, 1954, bls. 111.
40 Georg Seeßlen og Claudius Weil, Kino des Phantastischen. Geschichte und Mythologie
des Horror-Films, Reinbek, 1978, bls. 48.