Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 213
FRIeDRICH KITTLeR
184
leikhús Wagners)41 teygir staðgengill miðtaugakerfisins sig til áhorfendanna
sjálfra. Sjónhimna allra er límd við hvíta tjaldið, hvort sem um er að ræða
ríkjandi stétt, eins og Rúdolf, Vilhelm og von Papen, eða hina kúguðu stétt
sem allir hinir tilheyra. „Áhorfandinn“, skrifaði edgar Morin, „bregst við
hvíta tjaldinu eins og ytri sjónhimnu sem á í fjarskiptum við heila hans“.42
Kvikmyndin er algjört vald, einkum og sér í lagi þegar hún (líkt og í til-
viki Löws rabbína og galdrabragða hans) sýnir og ítrekar þetta vald. Aðeins
var hægt að lesa tvöfaldanir af þessu tagi sem ígrundanir – sem tilboð um
svokallaða gagnrýni – á meðan þær voru enn bókmenntalegar, líkt og bókin-
í-bókinni í Wilhelm Meisters Lehrjahre. Tæknimiðlar og fælingaraðferðir
fagna aftur á móti sigri einmitt með því að sýna sig. Hvernig ætti að vera
hægt að komast til botns í eftirlíkingu miðtaugakerfisins, sem eitt sinn var
jú kallað sálin?
Örfáir rithöfundar hafa áttað sig á þessu á öldinni sem nú er að líða. Frá
Golem Meyrinks til Gravity’s Rainbow (Regnboga þyngdaraflsins) eftir Pync-
hon liggur þráður fantasíu sem á ekkert skylt við Hoffmann og Chamisso
en er náskyld kvikmyndinni. Þessar bókmenntir miðtaugakerfisins eiga í
beinni samkeppni við aðra miðla og eru af þeim sökum hugsanlega alltaf
ætlaðar til kvikmyndunar. Að setja fyrir sjónir fremur en segja frá, að líkja
eftir fremur en bera vitni um – þetta eru kjörorðin. Der Golem eftir Meyrink,
sem kom út 1915, hefst á nafnlausum mælanda og nærveru sem er næstum
því lífeðlisfræðileg. Mælandinn „hefur“ ekki lengur „neitt líffæri“ sem hann
gæti notað til að bera fram spurninguna „hver er nú „ég““? Í stað íhugulla
spurninga kemur hreint taugafræðilegt gagnaflæði, sem er ávallt um leið
myndræma með virkni sjónhimnu.
Bútur 1: „Tunglskinið fellur á fótagaflinn á rúmi mínu eins og stór,
flatur steinn.“ Stór, flatur steinninn í upphafssetningu skáldsögunnar missir
líkingavirkni sína um leið og hann fer úr myndmáli bókmenntanna yfir í
raunveru taugalífeðlisfræðinnar. Bútur 2: „Og myndin af steininum, sem leit
út eins og fituklessa, nær ógnarstærðum í heila mér.“ Ógnarleg nærmyndin
fyllir undireins, í takt við rökfestu myndavélarhreyfingarinnar, allt sjón-
taugakerfi þess sem er hálfsofandi. Bútur 3: „Ég geng eftir uppþornuðum
árfarvegi og tíni upp sléttar steinvölur.“ Þetta rými, sem er ennþá fótagafl en
41 Sjá: Friedrich A. Kittler, „Weltatem. Über Wagners Medientechnologie“, Diskurs-
analysen, 1. bindi: Medien, ritstj. Friedrich A. Kittler, Manfred Schneider og Samuel
Weber, Opladen, 1987, bls. 94–107.
42 edgar Morin, Le Cinéma; ou, L’Homme imaginaire. Essai d’anthropologie sociologique,
París, 1956, bls. 139.