Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 214
RÓMANTÍK – SÁLGReINING – KVIKMYND
185
er þó líka orðið árfarvegur, verður skyndilega að tíma, nærmyndin verður að
endurliti. Bútur 4: „Allir þeir steinar, sem hafa nokkru sinni gegnt hlutverki
í lífi mínu, koma upp úr kafinu umhverfis mig.“43
Þannig heldur upphafskaflinn áfram, uns kvikmyndabrellur og ekkert
annað hafa breytt tunglskinsreitnum í ævi A í gyðingahverfi gamla bæjar-
ins í Prag í ævi B. „Kvikmyndaleg blekking dulvitundarinnar“, sem kenning
Bergsons frá þessum tíma fjallar um,44 fellir skilin á milli æviferla og á milli
tímabila inn í órofa samfellu myndræmu: nafnlaust sjálfið í rammafrásögn-
inni steypist niður um gat sjálfsmyndar sinnar, sem ekki er til, inn í tvífara
að nafni Pernath, sem hefur lifað alla innri frásögnina fyrir heilli mannsævi.
Tvöföldun tvífaraminnisins sýnir að einnig gyðingahverfi gamla bæjarins
í Prag er kvikmynd. Líkt og nafnlaust sjálfið hafði steypst inn í Pernath
steypist Pernath sjálfur inn í gólem, sem er beinlínis – með skírskotun til
ljósmyndarinnar – kallaður neikvæð mynd eða negatífa Pernaths.45 Þannig
er alræmd dulhyggja skáldsögunnar ekki annað en nákvæmni tæknimiðils. Í
verki Meyrinks setja bókmenntirnar í fyrsta sinn fyrir sjónir samsvaranirnar
á milli lífeðlisfræði heilans og kvikmyndatökunnar. Raunveran býr ekki í
sálinni heldur í kvikmyndaræmunni.
Tækni draumsins og framsetning kvikmyndarinnar standa hvort öðru
mun nær en Otto Rank lét sig dreyma um 1914. engin tvífarakenning sál-
greiningarinnar er fær um að hugsa endalausar tvífararunur Meyrinks eða
„svipula karlmenn“ Schrebers.46 Af öllum vísindum tímabilsins eru aðeins
ein áreiðanleg – að sjálfsögðu einmitt þau sem gerðu kvikmyndina yfirleitt
mögulega með frumvinnu sinni. Án tilraunasálfræði Helmholtz og Wundts
væri enginn edison og engir Lumière-bræður, án lífeðlisfræðilegra mæl-
inga á sjónhimnum og sjóntaugakerfum væru engir kvikmyndaáhorfendur.
Þannig er fyrsta gjaldgenga kenningin um kvikmyndina komin frá yfirmanni
Tilraunastofu í sálfræði við Harvard-háskóla. Árið 1916 hugsar Münster-
43 Gustav Meyrink, Der Golem. Ein Roman, Leipzig, 1915, bls. 1–4.
44 Sjá: Bergson, L’Évolution créatrice, bls. 330 o.áfr. Sjá einnig: Gilles Deleuze, Das
Bewegungs-Bild. Kino 1, Frankfurt am Main, 1989 [1983]. [Hluti umrædds texta
eftir Deleuze er til í íslenskri þýðingu: Gilles Deleuze, „Hreyfingar-myndin og til-
brigði hennar þrjú. Önnur ritgerð um Bergson“, þýð. Garðar Baldvinsson, Áfangar
í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 219–233.]
45 Meyrink, Der Golem, bls. 25 (kærar þakkir til Michaels Müller, Freiburg).
46 Sjá: Daniel Paul Schreber, Denkwürdigkeiten eines Nervenkranken, ritstj. Samuel M.
Weber, Berlín, 1973 [1903], bls. 145 og bls. 161. Samhengið sýnir, svo ekki verður
um villst, að runur sjálfsmyndarlausra tvífaranna hjá Schreber eru einnig vegfar-
endur.