Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 219
JULIA KRISTeVA
190
á einstaklingnum sem gríðarleg eftirgjöf yfirsjálfsins gerir kleift. Vakning
þroskaskeiðanna á undan kynþroskaskeiðinu kemur í kjölfarið, og tilraun til
að fella þau inn í það síðastnefnda. eftir að huglæg sjálfsmynd hans hefur
náð ödipal stöðugleika efast unglingurinn um samsamanirnar og getu sína
til að beita orðum og að tákngera. Leitin að nýju ástarviðfangi endurvekur
geðdeyfðarstöðu og um leið manískar tilraunir til þess að sigrast á henni, allt
frá afbrigðilegum hvötum til vímuefnaneyslu, fylgni við hugmyndafræði eða
alheimstrúarbrögð. Að svo miklu leyti sem þungamiðjan, Hin undirstaða
skrifanna, er hugsjónasjálfið en ekki gyllisjálfið, þá munu þessar sálrænu
gerðir og skrifin sem eru eðlileg afleiðing þeirra, taka á sig narsissíska og
afbrigðilega mynd.
Finna má „eins og“ persónuleika og persónuleika sem kalla má „opna
gerð“. Þeir síðarnefndu innihalda „eins og“ gerðina en einnig önnur ein-
kenni sem finna má í afbrigðilegum gerðum án þess þó að þar sé á ferðinni
einhver ákveðin perversjón. Þróun nútímafjölskyldunnar, aukin tvíræðni
kyn- og foreldrahlutverka sem og veiking trúar- og siðferðislegra banna eru
meðal þeirra þátta sem valda því að þeir sem í hlut eiga geta ekki lengur
stuðst við afgerandi boð og bönn, eða lög. Það eru óljósar markalínur milli
kynjanna eða sjálfmyndar, raunveruleika og hugaróra, gerða og orðræðu, og
svo framvegis, án þess að hægt sé að tala um perversjón eða jaðarpersónu-
leika. ef til vill er skýringin sú að þessar „opnu gerðir“ endurspegla flæðið
og óstöðugleikann sem einkennir fjölmiðlasamfélagið. Þær grípa til göfg-
unar til að fela grátstafinn. Þannig verður unglingurinn eðlilegt tákn þessarar
gerðar sem stendur ekki fyrir „kreppu“ nema út frá lögum sem eru í senn
stöðug og fullkomin.
Reynum að fínpússa lýsinguna á þessari opnu gerð. Skoðum sérstaklega
vægi skrifa fyrir hana. Þau eru þrenns konar:
1. Táknfræðileg virkni sem getur af sér skrifuð tákn. Að baki hennar
liggur málvísindalegur grunnur en skrifin bæta þar við hreyfi-
afli: stjórn á vöðvum og endaþarmi, árásargjörn yfirtaka á
hinum en einnig á eigin líkama, narsissísk sjálfsfróunarkennd
umbun.
2. Gerð skáldaðs texta. Hinn skáldaði texti er afsprengi ímynd-
unarinnar. Hann nýtir sér framsetningarmáta og aðgengilega
hugmyndafræði sem sía frá persónulega hugaróra. „Síunin“
getur virkað sem bæling ómeðvitaðs innihalds og orsakað
klisju kennd, stöðluð skrif. Hún getur einnig orðið til þess að