Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 221
JULIA KRISTeVA
192
Í þessu tilviki, en einnig hjá unglingum sem ekki hafa „jaðarpersónu-
leika“-einkenni Anne, lít ég á skrifin sem táknfræðilega ástundun sem auð-
veldar endurskipulagningu hins sálræna rýmis, á undan hinum upphafna
þroska. Hinn ímyndaði heimur unglingsins hverfist fyrst og fremst um ást-
leitni. Hið elskaða viðfang, sem hægt er að glata, endurvekur geðdeyfðar-
stöðuna. Úr þessari stöðu, sem tekur mið af viðfanginu, halda unglings-
skrifin (skrifað tákn+hugarórar sem hafa farið í gegnum síu aðgengilegra
staðla ímyndunarinnar) áfram því ferli að gera táknið sýnilegt. Hanna Segal2
rekur þetta ferli til geðdeyfðarstöðunnar og telur að hún taki við af þeim
„táknrænu ígildum“ sem fylgja aðsóknarstöðunni. Draumórakennd útfærsla,
misfrjálsleg, fylgir einnig þessari þunglyndu endurvakningu táknsins á ungl-
ingsárum. Draumórar leyfa samstillingu undirliggjandi hvata og tákna hins
talaða eða ritaða máls. Í þessu samhengi má segja að virkni ímyndunarinnar
og, enn frekar, hin skálduðu skrif (með þeirri narsissísku viðkenningu og
fælnivörn sem þeim fylgir) veiti skrifaranum tækifæri til að setja fram orð-
ræðu sem er ekki „tóm“ og sem hann upplifir sem sanna frásögn. Mig langar
að bæta við orð Hönnu Segal að þótt unglingsskrifin hvíli á endurvakningu
þunglyndisins þá viðhalda þau sér með maníu. Afneitun missis, sigur sjálfs-
ins vegna töframáttar textans; þannig verða skrifin óhjákvæmilega tákn fyrir
fallos ef ekki fallosinn sjálfur. Þau hvíla því á upphafningu föðurhlutverksins.
Það vill þannig til að samfélag okkar kemur ekki í veg fyrir fallíska
staðfestingu af þessu tagi á unglingsárum. Unglingurinn á þvert á móti rétt
á hinu ímyndaða. Í stað innvígslusiða sem önnur samfélög láta unglinga sína
gangast undir bjóða nútímasamfélög ímyndaða virkni sem er ef til vill væg-
ari útgáfa innvígslusiðanna. Hinn fullorðni hefur þó ekki aðgang að henni
nema sem lesandi skáldsögu, áhorfandi kvikmyndar eða málverks. eða sem
listamaður. Og hvað er það sem fær mann til að skrifa, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, ef ekki sú staðreynd að tilheyra „opnu gerðinni“?
Skáldsagnaskrif
Skrif, í merkingunni mótun og fágun stíls, eru sem sagt tengd baráttu skrifar-
ans við geðklofa eða þunglyndi. Skáldsagan, með persónum sínum og at-
burðarás, á „unglings“-skipan skrifanna mikið að þakka, án þess þó að henni
megi rugla saman við þau skrif. Út frá þessu sjónarhorni væri skáldsagan verk
2 Sbr. „notes on symbol formation“, International Journal of Psychoanalysis, 1957,
XXXVII, 6. hluti; frönsk þýðing í Revue française de psychanalyse, 1970, XXXIV, n°4,
bls. 685–696.