Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 223
JULIA KRISTeVA
194
á miðri 15. öld, höfundurinn var uppi á tímum Hundrað ára stríðsins, bar-
dagans um Orléans (1428) og dauða Jóhönnu af Örk (1431). Starfsemi
kirkjunnar var þá yfirgengileg og gefur til kynna hið táknræna umrót tíma-
bilsins: kirkjuþingið í Basel (1431-1439), kirkjuþingið í Constance (1414-
1418). Þótt þessir atburðir komi ekki beint fram í verkinu þá endurspeglar
skáldsagan þær breytingar sem verða frá miðöldum til endurreisnar: leifar
af gamalli orðræðu (einkum lærðri) og tilkomu nýrrar orðræðu innan skáld-
sögunnar. Antoine de La Sale stundaði fyrst nám í Provence en frá 14 ára
aldri var hann þjónn Loðvíks II., konungs Sikileyjar. Um 1442 varð hann
í senn rithöfundur (hann tekur saman texta af sagnfræðilegum, landfræði-
legum, lögfræðilegum og siðferðislegum toga) og kennari (hann semur
kennslubækur fyrir nemendur sína). Svo er eins og hann dragi saman sína
eigin sögu sem þjónn og tilveru nemenda sinna þegar hann skapar persónu
Jehans de Saintré.
Ég vil fyrst taka fram að þessi fyrsta franska skáldsaga ber þess merki að
vera ókláruð, millibilsverk; hún er svo klaufaleg að þræðirnir sem mynda
hana blasa við: klassískur lærdómur, lán úr hirðbókmenntum og svo eru sam-
töl í leikritastíl sett beint inn í texta skáldsögunnar. Hér er ekkert nýtt á ferð-
inni, sem sýnir að höfundurinn er ekki viss um stöðu sína og er í stöðugri leit
að ráðandi orðræðu. Auk þessara unglingseinkenna verksins er viss marg-
ræðni milli texta/leikhúss/veruleika í skáldsögunni; í hvert skipti sem sögu-
persóna tekur til máls er það tilkynnt með titlunum „Höfundur“, „Leikari“
eða „Frú“. Þetta má túlka sem ákveðna fjarlægingu gagnvart skáldskapnum
(eins og höfundurinn sé meðvitaður um að beita brögðum og vilji draga það
fram) og hlutgervingu textans í sýningu, leikþátt (eins og höfundurinn vilji
sýna okkur persónur sem búnar eru til úr orðum á draumkenndan eða raun-
verulegan hátt með alvöru líkömum). Skrif þessa fyrsta franska skáldsagna-
höfundar nýta sér því enn áhrifamátt leikritsins – geðleiksins – en byggjast
þó einkum á lestri og þeirri friðsæld og ánægju sem honum fylgir. en það
sem staðsetur þennan upphafstexta í miðri unglingsgerðinni er hins vegar
hið afar sérstæða samband unga þjónsins við Frúna og Ábótann, elskhuga
hennar.
Hinn ungi Jehan elskar Frúna. en Frúin er ekki öll þar sem hún er séð:
hún segir eitt við Jehan en annað við hirðina og svíkur unga vonbiðilinn
með Ábótanum. Skáldsagan lætur ungu aðalhetjuna takast á við ödipal stöðu
„eftir á“, sem leiðir til þess að hinn ungi Jehan lærir sjálfur tvöfeldni á ungl-
ingsárum. Ást hans á Frúnni, sem felur í sér sifjaspell, breytist í ímyndaða
samsömun við Frúna. Jehan býr sér smátt og smátt til tvöfalt tungumál: