Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 224
UnGLInGSSKÁLDSAGAn
195
hann elskar Frúna og fyrirlítur í senn og endar með því að refsa henni. Þar
endar frásögnin. en skáldsagan heldur áfram sem samantekt um ævintýri
hetjunnar þar til hún deyr.
Þessi skáldsaga er merkileg vegna þess að unglingurinn sigrast á sifja-
spellsviðfanginu, Frúnni, með ímyndaðri samsömun við orðræðu hennar.
Heilmikil hugarfarsbylting kemur fram í þessum atburði. Áður en skáld-
sagan kom til sögunnar voru hetjan og svikarinn eingild. Í Chanson de Roland
og í öllum sögunum um Riddara hringborðsins eltast þeir hver við annan
í óyfirstíganlegum fjandskap og án möguleika á málamiðlun. Roland og
Ganelon eiga ekkert sameiginlegt, annar útilokar hinn og það sama er uppi á
teningnum í hirðbókmenntum: svik svipta persónur ærunni og binda endi á
textann. Þessu er öðruvísi farið með unglinginn og hugarheim hans. Saintré
er í senn barn og stríðsmaður, þjónn og hetja, svikinn af Frúnni en sigur-
vegari í bardaga, elskaður og yfirgefinn, elskhugi Frúarinnar og elskaður
af konunginum eða vopnabróður sínum, Boucicault, aldrei alveg karlkyns,
barn-elskhugi Frúarinnar en einnig félagi-vinur húsbænda sinna og bróður,
sem hann deilir einnig með rekkju. Hann er hin fullkomna tvíkynja vera,
saklaus og réttmætur öfuguggi.
Það skal tekið fram að sálfræðin á rætur sínar í þessum tvískinnungi.
Án uppgerðar og svika væri engin sálfræði. Tvískinnungur og sálfræði eru
samheiti yfir hið skáldsögulega, andstætt hinu epíska eða hirðbókmenntum.
Til þess að fjalla um missi og svik varð franskur rithöfundur á 15. öld fyrst
að ímynda sér millibilsástand, eitthvað sem stendur fyrir hið ólokna en
um leið fyrir allt sem er mögulegt, fyrir það að „allt sé hægt“. Þjónninn
Jehan de Saintré sigrast á Frúnni og Ábótanum og með því verður til ný
bókmenntategund: unglingsskáldsagan. Rithöfundurinn, eins og unglingur-
inn, er sá sem getur svikið foreldra sína – snúið þeim gagnvart sjálfum sér
– til þess að vera frjáls. Vaxi hann ekki við þetta dvínar vald yfirsjálfsins að
minnsta kosti umtalsvert! Og þvílíkur fengur fyrir lesandann, þetta barn sem
talar ekki en þráir einungis að vera unglingur!
18. öldin: af hvaða kyni? eða hvernig skal gera sér sálrænt líf
Sálgreinandinn hefur tilhneigingu til þess að líta á hið sálræna rými sem
innri veröld þar sem reynsla einstaklingsins safnast saman. Sjálf undirstaða
greiningarinnar, sem byggist á málinu og sjálfskoðun, ýtir efalítið undir slíka
skilgreiningu. Samkvæmt henni er þetta fullkomið fyrirkomulag sem leiðir
til (eða getur leitt til) samþættingar og flókinnar úrvinnslu.