Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 225
JULIA KRISTeVA
196
Út frá bókmenntasögulegu sjónarhorni er hins vegar ljóst að hin „sál-
ræna innri veröld“ (sem Plotin sá fyrir, og sem bænin og guðfræðin hafa
kannað) er sköpunarverk ímyndunarinnar og kemur skýrt fram í sálfræði-
skáldsögu 19. aldar.
17. aldar maður á sér hins vegar ekkert innra líf. Að minnsta kosti er
til birtingarmynd manns án innra lífs. Þessi einstaklingur án innra lífs er
fullkomlega trúr óstöðugleika barokksins, hann er hverflyndur, breytilegur;
bestu birtingarmynd þessa „nafnlausa manns“, eins og Tirso de Molina segir
um Don Juan, er að finna í barokk-sýningum. Í þessum uppsetningum á því
sem kallaðist „töfraeyjan“ minnti blik vatnsins og íburður sviðsmyndarinnar,
sem oft var brennd í veislulok, áhorfendur á að ekkert er satt nema Guð. Allt
er „sviðsetning“, allt er „uppgerð“.
Tveimur öldum síðar skilja raunsæismenn 19. aldar ekki lengur þetta
tilgerðarlega sálræna rými sem er eins og kviksjá. Þeir reyna með erfiðis-
munum að tileinka sér það með því að halda því fram að þessi ótrúverðuga
og kæruleysislega leikgleði sé „annað eðli“(!) …4
Á 18. öld víkur barokk-maðurinn, án bæði innra og ytra lífs, fyrir hinum
sálfræðilega manni rómantíkurinnar, frá Stendhal til George Sand. Þessi
umbreyting birtist í því hvernig skáldsagnaformið vinnur sér sess og slær
eign sinni á hið óvænta, viðsnúningana, ótrúverðugan dularbúning og önnur
„uppátæki“ sem tilheyra skálkaskáldsögunni og fríhyggjuskáldsögunni, og
beygir þessa þætti undir aðra reglu: reglu „samfélagssáttmálans“, reglu hins
„eðlilega“ einstaklings, reglu skáldskaparformsins. Og það sem kemur á
óvart er að það er persóna unglingsins sem er fyrirmyndin í þessari hreyf-
ingu barokk-mannsins – „án innra og ytra lífs“ – inn á við, í átt að hinum
sálfræðilega manni 19. aldar.
Margar spurningar umlykja ungling 18. aldar. Hér mun ég staldra við
vangaveltur um kynræna sjálfsmynd. Við lestur skáldsagna frá þessum tíma
má fullyrða að það er á 18. öld sem spurningin um kynjamun sem óleyst
ef ekki óvinnandi vandamál, er sett greinilega fram.5 Í Émile (1762) eftir
Jean-Jacques Rousseau er því haldið fram að kynin hafi verið eins þegar
samfélagið varð til og einnig þegar það afvegaleiddist og lenti á glapstigum.
Markmið uppalandans er fyrst og fremst að aðgreina kynin og skyldur þeirra
4 Sbr. Jean Rousset, L’Intérieur et l’Extérieur, essai sur la poésie et sur le théâtre au
XVIIe siècle, José Corti, 1968.
5 Þær hugleiðingar sem fylgja styðjast við kenningu Sylvie Lougarre-Bonniau, Sexe,
genre et filiation. Étude sur le roman et le théâtre au XVIIIe siècle. Université Paris VII,
UFR Sciences des textes et documents, 1985.