Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 226
UnGLInGSSKÁLDSAGAn
197
þannig að Émile verði kennari og Sophie barnfóstra. en börnin eru eins:
„Fram að kynþroskaaldri er ekkert sem sýnilega aðgreinir börn af báðum
kynjum; andlitin eru eins, hörundsliturinn, útlitið, röddin, allt er eins:
stúlkur eru börn, drengir eru börn og sama orð nægir til að nefna svo líkar
verur.“6 „Barn sem alið er upp samkvæmt aldri sínum er eitt; það þekkir ekki
önnur tengsl en þau sem skapast af venju, það elskar systur sína eins og úrið
sitt, vin sinn eins og hundinn sinn. Það er ekki meðvitað um kyn eða gerðir,
maðurinn og konan eru því jafn ókunnugar verur.“7 Og það sem verra er
þá heldur hættan á aðgreiningarleysi áfram eftir að kynræn sjálfsmynd er
til staðar: „Émile est karl og Sophie er kona; í því er öll dýrð þeirra fólgin.
Í þeim kynjaruglingi sem ríkir hjá okkur er næstum því kraftaverk að vera
af því kyni sem maður er.“8 Til þess að öðlast trausta kynræna sjálfsmynd
þarf barnið í verki Rousseau að takast á hendur sannkallaða þroskaferð. Inn-
vígsluþrautirnar eru ekki ævintýraleg afrek hetjuskáldsögunnar heldur þarf
söguhetjan að takast á við sjálfa sig sem kvenkyns veru til þess að geta betur
verndað sig fyrir henni og þannig orðið hinn, þ.e.a.s. hún sjálf. ef þetta er
markmið uppalandans er það alls ekki einfalt í framkvæmd.
Í stuttri sögu eftir Rousseau, La Reine Fantasque (1752), sem samin var
nokkrum árum á undan Lettre à d’Alembert sur les spectacles (1758), er varað
við hættunni á almennri kvengervingu („konur vilja ekki lengur þjást vegna
aðskilnaðar og þar sem þær geta ekki orðið karlmenn gera þær okkur að
konum“); þar er fjallað um möguleikann á kynjaruglingi. Ruglingi, en
ekki barnslegu kynleysi. Þetta heimspekilega ævintýri segir frá kyngervis-
blöndun, tvíförum og tvíburum. Rousseau ætlar sér að skrifa frásögn sem
er „þolanleg, jafnvel skemmtileg, án söguþráðar, án ástar og án tvíræðni“.
en, og þar náum við hátindi tvíræðninnar, honum mistekst því að þarna
segir frá undarlegum atburði. Við fæðinguna og fyrir mistök vill svo til að
tvíburar, bróðir og systir, búa yfir eiginleikum hins kynsins. Þessi mistök
koma í ljós því að börnin stækka og þegar þau verða unglingar geta þau
ekki sinnt félagslegu hlutverki sínu án skýringa. Sagan er alls ekki laus við
erótík, eins og höfundurinn ætlaði sér, heldur rannsakar hún ítarlega kyn-
ræna margræðni: Duttlungur prins er ofurkvenlegur og Skynsemi prinsessa
býr yfir eiginleikum þess sem valdið hefur. Bæði lenda þau í flækjum þar
sem viðsnúningur, fáránleiki, blöndun og fásinna eru á ferð. Margræðnin er
slík að engin rökrétt né uppeldisfræðileg ráð eða aðferð virðist geta bundið
6 Œuvres Complètes, Pléiade, 4. bindi, bls. 489.
7 Sama rit, bls. 256.
8 Sama rit, bls. 746.