Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 229
JULIA KRISTeVA
200
skáldsögulega túlkun er margræð og skapar heild sem inniheldur öll dular-
gervin, alla leikina. Hvert svo sem þemað er þá tekur skáldsagan, sem kemur
í kjölfarið, við af þessum unglingsheimi: hún er tvíbent, blendingur, grímu-
klædd, „barokk“. Skáldsagan er framhald á unglingnum og í stað gjörða hans
koma frásögn og túlkanir sem taka á sig fjölbreytilegar og óræðar myndir.
Feður og synir: af líkama og nafni föður
Oft er litið á Unglinginn eftir Dostojevskí (1874-1875) sem minni háttar
verk mikils rithöfundar. Það varð til á milli tveggja meistaraverka, Djöflanna
og Karamazov-bræðranna. Í þessum sneisafulla texta skulum við taka eftir
áhuga Dostojevskís, sem hann staðfesti margsinnis, á unglingsárunum og
einkum því hvernig hann fjallar um fjölskyldutengsl Arkadís.
Árið 1874 skrifaði Dostojevskí í Minnisbækur sínar: „Skáldsaga um börn,
aðeins um börn og þar sem aðalhetjan er barn.“ Stuttu síðar, árið 1876, í
Dagbók rithöfundar, kemur val hans enn betur fram : „til merkis um hugs-
un sína“, að nota „stálpaðan strák: mann í mótun sem þráir feimnislega og
einslega að taka sín fyrstu skref í lífinu“. Við sjáum að það er „til marks
um hugsun hans“ sem rithöfundurinn þarf að velja hetju sem er unglingur.
ennfremur má sjá, í minnispunktum um uppruna verksins, samsömun rit-
höfundarins við unglinginn með þeirri ákvörðun að skrifa í fyrstu persónu:
„Móðgaður ungur maður, fullur hefndarþorsta, gífurleg hégómagirnd“,
„Unglingurinn, játning stórsyndugs manns, skrifuð af honum sjálfum“, „al-
varleg lausn á vandamálinu: að skrifa í sínu eigin nafni. Byrja á orðinu Ég…
Ofurnákvæm játning“.
Í fyrstu lítur Dostojevskí á unglinginn „sem eins konar ránfugl … Versti
ruddaskapur í bland við fágað örlæti … Hrífandi og fráhrindandi“. Smátt og
smátt er það faðir Arkadís sem fær þessi einkenni. Skáldsagan segir frá ævin-
týrum Versílovs greifa sem er guðlaus flagari og tákn hinnar hnignandi yfir-
stéttar en er engu að síður jafn heillandi og fyrr. Hann er líffræðilegur faðir
Unglingsins. Við hlið hans má sjá heilagt föðurhlutverk, hlaðið táknum:
bóndann Makar Dolgorúkí, föðurinn í augum laganna. Hann gefur óskil-
getnum syni konu sinnar nafn sitt áður en hann helgar sig mystísku farand-
lífi í þeim tilgangi að boða orð Krists á hinni heilögu jörð Rússlands. Í þessu
samhengi, sem er í senn sögulegt og fjölskyldutengt, fær unglingurinn „hug-
myndina“ um valdið. Fyrst er það peningavald (hann vill verða jafn ríkur og
Rotschild), valdið sem peningarnir færa honum og sem felst í því að sigra
konur og þá sem eru lægra settir, og að lokum „það sem valdið felur í sér og