Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 230
UnGLInGSSKÁLDSAGAn
201
ekki er hægt að öðlast án þess: yfirveguð og einmanaleg meðvitund um styrk
sinn11“. Þessi styrkur er eingöngu táknrænn því að unglingurinn vill alls
ekki nota hann: „Bara að ég hefði vald … þá hefði ég ekki lengur þörf fyrir
styrkinn; ég er viss um að hvað mig snertir, og af fúsum og frjálsum vilja,
þá yrði ég alltaf lægst settur.“ Og svo lætur hann sig dreyma: „Ég verð eins
og Rotschild sem borðar aðeins eina sneið af brauði og skinku og samviska
mín mun nægja til að seðja hungur mitt.“ Þessi staðhæfing sem táknar sigur
líkir afstöðu unglingsins við vald rithöfundarins: „Og þið megið vita að ég
þarfnast alls míns lastafulla vilja eingöngu í því skyni að sanna fyrir sjálfum
mér að ég hafi styrk til þess að hafna honum.“12
Slík þrá, sem er stórmennskuleg í auðmýkt sinni, þarf að takast á við
tvöfalda föðurímynd: dýrlinginn og flagarann. Með tilliti til þeirra beggja,
tileinkar unglingurinn sér ástar-hatur-viðhorf: hann er heillaður af ásta-
lífi og trúarlegri efahyggju Versílovs, en hann dáir einnig á trúarlegan hátt
hina mystísku höfnun bóndans Dolgorúkís. Hann verður kona Versílovs og
síðan annað sjálf Dolgorúkís, sitt á hvað, og lifir þannig alla breidd samkyn-
hneigðrar ástríðu sinnar í garð föður sem rennur honum úr greipum. Því að
í þessu föðurtvíeyki er Arkadí í raun aldrei viss um að eiga föður. Það mætti
sjá í þessari skáldsögu eins konar tvær „upprunaskáldsögur“ sem berjast og
setja endanlega spurningarmerki við tilveru föðurins.
engu síður er ást á föðurnum að finna í þessari innbyggðu höfnun á
föðurnum af hálfu höfundarins-unglingsins; hún virðist endurspegla, á ver-
aldlegan hátt, það hvernig Kristur tilheyrir Föður sínum, í senn líkamlega
og andlega. Sonurinn sem er aðskilinn frá Föðurnum þráir að sameinast
honum í þrenningunni þar sem Andinn á aðeins rætur að rekja til Föðurins.
Þetta frjóa stef rússnesku rétttrúnaðarguðfræðinnar er frábrugðið hugmynd
kaþólskunnar um „jafnræði“ og þríeitt eðli sem rekur Andann bæði til Föður
og Sonar (filioque). Fyrir hinn rétttrúaða Dostojevskí er eins og unglingurinn
fái ekkert fyrirfram en verði að nota þrá sína til að byggja upp samsömunina
við föðurímyndina, sem er í senn táknræn og tengd líbídóinu. Í kjölfarið
kemur nákvæm úrvinnsla á samkynhneigð og hún gerir grein fyrir tvíræðn-
inni sem einkennir tengsl föður og sonar.
Í umfjöllun sinni um Dostojevskí er Freud of fljótur á sér að skilgreina
rithöfundinn sem „föðurmorðingja“.13 Það er hins vegar mögulegt að ráða
11 F. M. Dostojevskí, L’Adolescent, Pléiade, 1956, bls. 95.
12 Sama rit, bls. 97.
13 „Dostoïevski et le parricide“ (1927), í Résultats, Idées, Problèmes, 2. bindi, PUF,
París, 1985, bls. 161–175. Sbr. umræðuna um þessa kenningu hjá Philippe Sollers,