Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 234
Slavoj Žižek
„Guð er dauður en hann veit það ekki“
Lacan leikur sér með Bobok1
Hin sanna kennisetning trúleysis er ekki Guð er dauður – jafnvel
með því að grundvalla upprunann á virkni föðurins í föðurmorð-
inu, verndar Freud föðurinn – hin sanna kennisetning trúleysis er
Guð er dulvitaður.2
Til að skilja þetta textabrot til hlítar þarf að lesa aðra fullyrðingu Lacans
samhliða því.
Aðskildu staðhæfingarnar tvær ætti að fara með eins og hluta sömu ráð-
gátu sem þarf að setja saman svo úr verði ein tillaga með samhengi. Einungis
tengsl þeirra (auk vísunarinnar í freudískan draum um föðurinn sem veit
ekki að hann er dáinn)3 gera okkur kleift að útfæra grundvallarfullyrðingu
Lacans í heild sinni.
1 [Kaflinn birtist upphaflega í bók Slavoj Žižek, How to Read Lacan, New York: WW
Norton & co., 2007, bls. 91–104. – Þýðandi.]
2 Jacques Lacan, The Four Fundamental Concepts of Psycho-Analysis, Harmondsworth:
Penguin, 1979, bls. 59. [Síðasta málsgrein tilvitnunarinnar er orðrétt „God is
unconscious“ og er leikur að margræðni enska orðsins unconscious. Ef orðið er
lýsingarorð þýðir þetta í raun að Guð sé meðvitundarlaus (og í dái) en ef ákveðnum
greini væri skeytt framan við unconscious yrði Guð sjálf dulvitundin. Í íslensku
þýðingunni er aðalatriðið undirstrikað, það er að Guð er enn á sveimi í dulvitund
hins trúlausa án þess að hann geri sér grein fyrir því. – Þýðandi.]
3 Ef þessi draumur er lesinn í samhengi við túlkun á draumi í 3. kafla [bókar Žižeks,
How to Read Lacan, „From Che vuoi? to Fantasy. Lacan with Eyes Wide Shut“] um
dáinn son sem birtist föður sínum svo voveiflega og segir „Faðir, sérðu ekki að ég
brenn?“ má umorða staðhæfingu Lacans þannig að hún verði ásökun í garð Guðs-
Föður: „Faðir, sérðu ekki að þú ert dáinn?“ [Um drauminn sjá Jacques Lacan, The
Four Fundamental Concepts of Psycho-Analysis, bls. 57–58. – Þýðandi.]
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (205-216)
Þýðing
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.12
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).