Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 235
SLAvOJ ŽIŽEK
206
Eins og alkunna er leiðir Ívan, sonur Karamazov föðurins, hinn
síðarnefnda inn á þær hættulegu brautir sem hugsun hins fágaða
manns fetar. Sérstaklega segir hann ef Guð er ekki til … – ef Guð er
ekki til, segir faðirinn, þá er allt leyfilegt. Hugmyndin er augljóslega
barnaleg því við sálgreinendur vitum ósköp vel að ef Guð er ekki
til þá er alls ekkert leyfilegt lengur. Taugaveiklaðir sjúklingar færa
okkur sönnur á því hvern einasta dag.4
Trúleysingi nú á dögum telur sig vita að Guð sé dauður; hann veit hins veg-
ar ekki að ómeðvitað heldur hann áfram að trúa á Guð. Dæmigerð ímynd
hins trúaða manns, sem á laun efast um trú sína og gefur sig að syndsam-
legum hugarórum, er ekki lengur einkennandi fyrir nútímann. Núna er hinn
dæmigerði einstaklingur (e. subject) aftur á móti sá sem kynnir sjálfan sig sem
umburðarlyndan nautnasegg og helgar líf sitt hamingjuleit. Dulvitund hans
er vettvangur banna þar eð óleyfilegar nautnir eða þrár eru ekki lengur hið
bælda heldur bönnin sjálf. „Ef Guð er ekki til er allt leyfilegt“ þýðir að því
sterkar sem maður skynjar sjálfan sig sem guðleysingja, þeim mun betra tak
hafa bönnin á dulvitundinni – og bönnin spilla ánægjunni. (Ekki má láta
undir höfuð leggjast að bæta andstæðunni við. Ef Guð er til er allt leyfilegt
– er þetta ekki einhver gagnorðasta skilgreiningin á vandræðum bókstafs-
trúarmanna? Í huga bókstafstrúarmanns er tilvera Guðs alger og hann upp-
lifir sjálfan sig sem verkfæri Hans. Þess vegna má hann gera allt sem hann
vill, gjörðir hans eru fyrirfram réttlættar þar sem þær tjá guðlegan vilja…)
Í stað þess að leiða til frelsis hleypti fall kúgandi yfirvalds af stokkunum
nýjum og harkalegri bönnum. Hvernig er hægt að útskýra þessa þversögn?
Gerið ykkur í hugarlund kringumstæður sem flest okkar kannast við úr
bernsku; óheppna barnið sem um síðdegisbil á sunnudegi á að heimsækja
ömmu sína en má ekki leika við vinina. Skilaboð gamaldags og skipandi föður
til sonar síns hefðu verið: „Mér stendur á sama um hvernig þér líður. Sinntu
bara skyldu þinni, farðu til ömmu þinnar og hagaðu þér eins og maður!“ Í
þessu tilfelli eru vandræði barnsins ekki svo gífurleg því þótt það sé þvingað
til að gera eitthvað sem er því augljóslega þvert um geð varðveitir barnið
innra frelsi og getur síðar meir gert uppreisn gegn valdi föðurins. Skilaboð
póstmódernísks föður sem ekki er skipandi á ofangreindan hátt hefðu verið
mun viðsjálli: „Þú veist hvað ömmu þinni þykir vænt um þig! Samt vil ég
ekki þvinga þig til að heimsækja hana – þú ferð einungis ef þig raunverulega
4 Jacques Lacan, The Ego in Freud’s Theory and in the Technique of Psychoanalysis, New
York: Norton, 1988, bls. 128.